sunnudagur, apríl 16, 2006
Gleðilega páska allir saman...Þá er páskafríið senn á enda, krakkarnir byrjaðir að týnast tilbaka. Ég og Jenni erum búnir að vera meira og minna tveir hérna í skólanum þar sem að þrír íslendingar skelltu sér bara heim til Íslands um páskana. Ekki sá ég neinn tilgang í því þar sem að ég kem nú heim eftir einn og hálfan mánuð og finnst mér það nógu slæmt. Lovísan bara á djamminu á Prikinu meðan að við skelltum okkur í gær á djamm í Kaupmannahöfn sem var svona la la...
Á þriðjudaginn byrjum við svo á fullu í "skólanum" aftur og fékk ég það fag sem ég óskaði eftir eða Friloftsliv (útivist)... Svo verðum við einnig að vinna að einhverju verkefni sem við völdum okkur og valdi ég og nokkrir aðrir ljósmyndun, þar sem að við höfðum þemað austurströnd Danmerkur og höldum við svo sýningu í lok annarinnar. Þar sýnum við myndir sem við höfum tekið af ströndinni og ætlum við einnig að taka upp video og hljóð og blanda soldið saman video, ljósmyndum og hljóði, svo fólk fái soldið stemninguna sem er niður við strönd, þ.e. sjávarhljóð og fleira...
Ég gerðist það djarfur að þýða myndina Sódóma yfir á ensku. Við erum með hana hérna í tölvunum okkar og mig langaði svo að sýna dönunum hana að ég bara textaði hana á sólarhring (vann stanslaust í 12 tíma að því) Ekki segja mér að ég eigi mér ekkert líf, en þetta var samt með því leiðinlegra sem ég hef gert. EN, nú er hún allavega með enskum texta og hlakka ég til að sýna hana á skjávarpanum inni í sal.
Þetta var svona pínulítið innlit inn í mitt líf eins og er...
þangað til næst,
lifið heil
Skrifað klukkan 16:25 |