föstudagur, september 09, 2005
Halló...Það er kominn föstudagur. Hann er reyndar langt genginn.
Ég fór á Busaball hjá Borgó í gær. Það var frekar skemmtilegt að sjá hvernig þetta var. Maður áttaði sig nokkurnvegin á því hvað maður er virkilega orðinn gamall. Ég og Steini mark kíktum þangað í um klukkutíma, og vorum við elstir þarna inni, ásamt Símoni sem var í góðum gír. Ég man eftir fyrsta busaballinu mínu. Úfff.. það var busaballið hjá MS árið 2000. Það var skrautlegt, það kom víst myndband m.a. af mér í þættinum
Með hausverk um helgar og eitthvað þess háttar. Það voru góðir tímar.
Nú er maður staddur annarsstaðar, að gera aðra hluti. Skemmtilegri? Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt svo oft áður þá er þetta eitthvað millibilsástand sem ég fíla engan vegin. Eða jú við getum orðað það þannig að ég fíla alveg að leika mér eftir vinnu og um helgar. Þá er maður aftur kominn að því, er ég í leiðinlegri vinnu? Ég veit það ekki. Ég er farinn að hallast að því að engin vinna sé skemmtileg. Tíminn líður ekkert. Það eru aðeins 3. vikur í New York og Flórída. Ég get eiginlega ekki beðið lengur. Spáiði að hafa ekkert til að hlakka til. Þá væri maður illa staddur. Ég hlakka eiginlega alltaf til einhvers. Oft einhvers sem ég veit ekki hvað er. Það væri líka frekar góð ákvörðun að missa bara af fluginu til baka. Sækja bara um vinnu einhversstaðar á Manhattan eða eitthvað slíkt. Hvað á ég eiginlega að gera?
Skrifað klukkan 21:32 |