canEdit = new Array();


mánudagur, júní 06, 2005

Veðrið

Það er eitthvað við rigningu... Ég hata rok... Of mikil sól getur verið pirrandi, logn er best í heimi, Það má samt vera smá gola en bara ef golan er heit. En samt ekki meira en gola, rok er bara pirrandi. En svo kemur rigning og logn, það er gott veður að mínu mati. Gaman að vera úti í rigningunni og svona, en bara ef það er logn, ef það er rok þá verður rigningin mjög pirrandi...

Fyndið hvernig þetta veður getur haft áhrif á mann. Ég fór og labbaði niður Laugaveginn í dag í góða veðrinu (að mínu mati). Fólk sagði að ég hafði ekki getað valið mér verri dag til að rölta niður Laugaveginn miðað við þá veðurblíðu sem hefur verið undanfarið. En mér fannst samt sem áður bara fínt að labba niður Laugarann í logninu og rigningunni. Verslaði mér bol og húfu og svona. Það er gaman að eiga smá pening. En aftur á móti eru peningar dauðir hlutir sem gera ekki neitt fyrir þig nema þú notir þá. Það er ekkert gaman að eiga fullt af peningum í banka bara til að eiga þá. En þegar þú ferð að eyða þeim, þá fyrst verður það gaman. Samt alltaf þegar ég kaupi mér eitthvað þá fæ ég alltaf smá vott af samviskubiti... Því það er stimplað inn í hausinn á manni að maður eigi alltaf að vera sparsamur og ekki eyða peningunum í einhverja vitleysu. Peningar eru jú til þess gerðir að nota þá.

Ég þarf að fara með tjaldið mitt í viðgerð eftir síðustu Þjóðhátíð, það rifnaði þegar ég var að tjalda því því það var svo mikið rok. Svo þegar það kemur úr viðgerð þá ætla ég að fara út á land í útileigu. Það er svo þægilegt að vera bara í leti í tjaldi... Ég á mjög erfitt með að drulla mér fram úr þegar ég fæ að sofa út í tjaldi... Það er eiginlega bara ómögulegt. Þú verður náttla að opna tjaldið svo þú deyjir ekki úr hita (oftast), en eftir það er það sweet.

Jæja bæ


Skrifað klukkan 23:44 |