þriðjudagur, júní 28, 2005
Einar óheppni segir sögu...Einar óheppni á bláa Toyotu Corollu. Hann er að fara að selja hana og er búinn að vona að ekkert gerist fyrir hana áður en hann selur hana svo hann þurfi ekki að borga neinn auka viðgerðarkostnað. Í síðustu viku keyrir Einar í vinnuna sína sem honum finnst ekkert rosalega skemmtilegt að vinna í. Allt í góðu með það. Svo ætlar hann að fara í mat og fara út úr húsi til að kaupa sér eitthvað gott að borða og hvað haldiði að hafi gerst, Toyotan fer ekki í gang.
Æjæj,Einar hringir í pabba sinn til þess að fá start við rafmagnsleysinu, pabbinn kemur á staðinn og bíllinn fer samt ekki í gang.
Startarinn er ónýtur.Eins gott að mamma Einars er í sumarfríi svo hann geti fengið að nota VW Poloinn hennar til þess að komast í og úr vinnu. Poloinn hefur
aldrei bilað. Einar óheppni fer í vinnuna í dag klukkan 4 á bláa poloinum, leggur í stæði og fer inn. Svo þegar Einar ætlar í kaffipásu um 10 leytið og fá sér pulsu út á Olís, þá fer hann og sest upp í bílinn og startar. En bíddu,
hann fer ekki í gang.Einar hringir í pabbann og hann kemur og gefur start, sem betur fer fer bíllinn í gang. Einar óheppni hristir bara hausinn yfir þessu og fer upp á Olís til þess að fá sér pulsuna sem hann var búinn að bíða eftir. MMMmmm...
eða bíddu nei, eru ekki til venjulegar pulsur,þá fékk hann sér bara þessa brenndu með harða beikoninu á, og fær hana ókeypis. Einar óheppni fer út í bíl til þess að borða pulsuna, bítur einn bita og þetta er versta pulsa sem hann hefur smakkað. Hann reynir því að taka þetta ógeðisbeikon af, en hvað haldiði að hafi gerst,
tómatsósan af pulsunni lekur út um allt á buxurnar hans.Hann hlær bara af hvað þetta er allt saman misheppnað, hendir pulsunni og keyrir bara aftur í vinnuna.
Þegar Einar er loksins búinn í vinnunni klukkan rúmlega 3, sest hann upp í poloinn og kveikir á, en bíddu,
bíllinn er rafmagnslaus,og Einar óheppni þurfti að vinna aðeins lengur svo allir sem voru á bílum til þess að geta gefið honum start voru örugglega farnir. Einar fer aftur inn í vinnuna sína og hringir á leigubíl. Þegar leigubíllinn kemur sest Einar upp í hann og segir Fannafold. Loksins kominn heim og tilhlökkunin til þess að leggjast í rúmið er rosaleg. Einar labbar að útidyrahurðinni sinni og ætlar að opna útidyrahurðina, en neei,
engir lyklar.Hann hugsar strax: Hvar eru þeir? Þeir eru nebbla í Poloinum fyrir utan vinnuna hans. Hann getur ekki gert annað en að hlæja af þessu öllu saman og lemur á hurðina þangað til Pabbi hans loksins opnar hurðina.
Þetta var dagur í lífi Einars óheppna, hvernig skyldi morgundagurinn verða?
Skrifað klukkan 03:47 |