laugardagur, febrúar 05, 2005
Hjálmar
Ég hef verið kallaður Hjálmar, en ég heiti samt Einar. Ég hef hlustað á reggae tónlist síðan fyrir löngu og er það ein af mínum uppáhalds tónlistartegundum. Fyrir tilviljun (eða ekki) er stofnuð íslensk reggae hljómsveit. Og getiði hvað hún heitir?.... Jú, hún heitir því spennandi nafni Hjálmar. Ég fékk þrjá diska með þeim í gjafir í desember, og hlustaði á þessa þrusu hljómsveit. Lag númer 6 er mjög sniðugt, einfaldlega vegna þess að það heitir því sérstaka nafni:
Kindin Einar...
Eru þetta tilviljanir eða hvað?
Ég fór svo með Sigga á tónleika með þeim í gær, og endaði léttur á því, enda þekktur fyrir það. Og ég fékk sko nokkrum sinnum gæsahúð því mér fannst þetta svo flott hjá þeim. Það voru samt nokkrir þarna hevy tjillaðir á því, ef þið skiljið mig. Svo kom Steini, og svo seinna Sonja og Alma og var kíkt á smá bæjarrölt.
Fínt kvöld, vinna í morgun, fínt kvöld í kvöld, og vinna á morgun
Einar
Skrifað klukkan 18:43 |