sunnudagur, janúar 02, 2005
Nýtt ár - Nýtt útlit
Já árið 2005 er gengið í garð og í dag eru 12 ár frá því að afi minn lést. Einnig er frænka mín norðan heiða 20 ára í dag, Til hamingju með það. Áramótin eru búin og voru þau bara hin ágætustu. Ég var hér heima ásamt fjölskyldu minni og ömmu, kalkúnn í matinn og bara fínt kvöld. Svo klukkan rúmlega eitt fór ég í partý til Sigga í vinnunni en stoppaði stutt og hélt niðrí bæ í partý í Bergstaðarstræti. Þar var nóg um manninn, en ég þekkti barasta ekki einn mann fyrir utan þá sem ég kom með, þannig að ég fór því í partý niður á Ingólfstræti hjá Fanný, ég var þar í smá tíma og býr hún í glæsivillu kjellan. Svo ákvað ég að fara aftur í hitt partýið og gekk því þangað. Það er ekki saga að segja frá því að spariskórnir mínir eru SVO hálir að ég flaug þrisvar sinnum á hausinn á leiðinni, og við erum að tala um að fljúga á hausinn. En þeir sem ég þekkti í þessu partýi var Linda og Andri. þegar við vorum búin að vera þarna í nokkurn tíma héldum við heim um klukkan hálf sex. Fínt kvöld.
Kvöldið í gær var aftur á móti enn skemmtilegra. Ég fór í matarboð klukkan 6 og svo hringdi Arna í mig og við ákváðum að fara heim til mín. Steini kom líka, og svo Valli og Erna, Jón Brynjar, Haffi, Siggi, Jón Bjarki, Steini mark og Helena. Tekið var all mörg lög í singstar og drukkið smá. Fantagott kvöld sem þarf að endurtaka oftar.
Jæja ég set myndir inn við tækifæri
Einar
Skrifað klukkan 20:00 |