þriðjudagur, janúar 04, 2005
Ég er fluttur
Já þið lásuð rétt kæru lesendur, ég er fluttur. Ég ákvað það allt í einu í gær að flytja. Ég flutti yfir í næsta herbergi og er það því í þriðja skipti sem ég fer aftur í það herbergi. Ég brunaði út í Húsasmiðju klukkan 8 í gær til að kaupa einn líter af málningu til að skvetta á vegginn, kom heim og þá voru bara komnir gestir þannig að ég þurfti að mála sjálfur. Svo var bara flutt yfir með allt draslið þegar málningin náði að þorna og get ég alveg sagt að ég eigi alveg slatta af drasli. Ég var alveg að flytja til 02.00. og er líka ég búinn að gera fullt í dag. Var að hengja upp áðan og svona. Þannig að ég er að spá hvort ég eigi að setja inn myndir núna eða fara og færa fötin mín úr gamla fataskápnum í nýja (gamla) (hann er nýr núna, en samt gamall því ég hef verið að nota hann áður, hehe steikt). Það er spurning og er ég að spá í að gera það í stað þess að setja inn myndir. Þær eru hvort sem er ekkert skemmtilegar, bara eitthvað af mér á gamlárskvöldi og svona, en þær munu koma.
Jæja ég er farinn að flytja fötin,
kveðja Einsi flutningarmaður...
Skrifað klukkan 22:07 |