þriðjudagur, desember 07, 2004
Einkennisjónir sýru-basahvarfa eru hýdroxíð- (OH- ) og hydríðjónir (H+)
Þetta er aðeins eitt af fáu sem heilinn minn þarf að leggja á minnið á næstu tveim dögum. Nú spyrja margir sig, er Einar á náttúrufræðibraut...? Nei það er ég sko ekki, ég er á tungumálabraut og ég fór á hana til að forðast eðlis- og efnafræði, samt þarf ég að reyna að troða þessu inn í hausinn á mér, og Valla líka sem er á félagsfræðibraut.
En allavega þá er ég búinn að vera að breyta bloggum fyrir hina og þessa, aðalega þessa, undanfarna daga. Fólk lítur á þetta sem sjálfsagðan hlut, en það er mikill misskilningur. Ástæðan fyrir þessu eru þær að maður finnur sér alltaf eitthvað annað að gera í prófum en að læra. Enda er ég að blogga núna en ætti að vera að troða einhverjum þyngdarkröftum, rafeindum og atómum og einhverju svona sjitti inn í minn litla heila. Eins og ég hafi ekki nóg annað að gera við þetta litla pláss sem eftir er!
Svo ætla ég að koma með eina létta spurningu hérna í lokin, endilega reynið að svara henni!
Fjögur kg af -4°C heitum ís eru brædd. Vatnið sem myndast er síðan hitað í tíu gráður. Hvað þarf mikla orku til verksins? Koma svo hver getur svarað þessu...
Einsigúmm
Skrifað klukkan 23:59 |