fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Mér langar til Frakklands

Já það fer að styttast í það að þetta allt saman taki enda. Ég var koma úr Worldclass, eða reyndar var ég ekki þar, ég fór út og gekk einn hring, og það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótari að líða ef maður er með geislaspilara með sér, og ég tala nú ekki um I-Pod. Það er ein græja sem að mér langar alveg heiftarlega mikið í núna. En allavega var alveg ágætt að ganga þarna núna, fínt veður og svona. Það er útgáfupartý Mafíunnar í kvöld á klúbbnum og verður eflaust stuð, enda er ég að spá í að fá mér svona einn bjór eða svo! Fyrir þá sem ekki vita hvað Mafían er, þá er það skólablað Borgarholtsskóla. Svo verður helgin bara tekin með lærdómi og vinnu.
Djöfull hata ég núna tölvuna mína, skjárinn er byrjaður að blikka e-ð svaka og svo endist batteríið bara í um 40 mínútur, en á að duga í 3 klukkutíma! Eitthvað ekki í lagi þarna, en hún er nú ennþá í ábyrgð þannig að ég fer bara með hana eftir áramótin og læt tjekka á þessu, ekki alveg nógu sáttur með þetta. Jæja ég er að spá í að fara að lesa Herra Alheim. Það er einmitt ein bókin af þrem sem ég eftir að lesa fyrir mánudaginn og svo á ég líka eftir að gera tvær ritgerðir og tvo fyrirlestra. Úff.. ég hata þegar fólk er að skrifa um eitthvað svona, ég bara varð. En ég er svona að spá hvort ég ætti að taka myndavélina mína með í kvöld... hmm... já kannski bara...
Jeiii blikkið er hætt..
Skrifað klukkan 16:40 |