canEdit = new Array();


mánudagur, september 13, 2004

Fannafold 127 a.k.a. Nýja Þjóðarbókhlaðan
Já þið lesið rétt... Heimilið mitt er nú orðið að nýjasta lærdómspleisinu í bænum. Hér sit ég og Helena í eldhúsinu og erum við að vinna að íslensku fyrirlestri um Ármann Kr. Einarsson á meðan að Arna og einhverjir dudes eru inní herbergi að gera eitthvað annað verkefni. Gaman að þessu. Þannig ef að ykkur vantar einhvern samastað til þess að læra á þá eruð þið velkomin heim til mín! Ég er ekki mikið fyrir það að halda einbeitingunni og læra enda sést það með þessari færslu, ég ætti frekar að vera að reyna að klára fyrirlesturinn, en svona er ég bara og mér finnst það bara ágætt.

Grillpartýið sem ég var í í gær hjá honum Sigga var alveg ágætt, ég ætlaði mér að labba þangað og var það rigningin sem eyðilagði það. Ég nennti ekki að koma þangað í ruglinu. Fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í Grafarvogi en Siggi býr í Breiðholti. Ég fór sem sagt bílandi og er bíllinn minn þar enn, ég hef bara ekki nennt að ná í hann í dag. Ég fæ þá bara far í skólann á morgun, enda Raggi kominn á bíl, lúxus þar. Við fórum í SingStar í gær og djöfull er ég kominn með mikið leið á þessu helvíti. Þetta var gaman svona í fyrstu en ég er nú alveg hættur að nenna þessu.

Mér finnst alltaf jafn gaman af því að þegar maður hefur ekkert að gera og fer maður þá oft að lesa blogg já öðru fólki. Ég er t.d. byrjaður að lesa nokkur blogg daglega... Svo liggur við að maður heilsi fólkinu ef maður hittir það. Það væri ekkert smá leiðinlegt fyrir mann ef að það mundi gerast.
Ég er að spá í að halda áfram að éta pizzuna sem við vorum að panta og klára að læra svo ég vakni í skólann í fyrramálið.
LATER


Skrifað klukkan 01:12 |