mánudagur, maí 10, 2004
Þessi helgi er búin að vera sweet, hún byrjaði á föstudaginn heima hjá Jón Bjarka í góðri stemmingu svo var bara unnið á laugardaginn og farið í afmæli um kvöldið. Ég fór á bíl í afmælið því ég ætlaði mér að vera edrú. Fólk var almennt ekki sátt með það og áður en ég vissi var búið að rétta mér áfengisglas. Svo allt afmælið var ég með hálfgert glasabarn sem sá um að halda glasinu mínu fullu; Bara ef að þetta væri alltaf svona, það væri nú þægilegt. Svo var bara brunað í bæinn og fékk ég far með glasabarninu, þannig að það var enginn leigubílakostnaður. Við fórum á Sólon og voru nú frekar fáir í bænum. Þar var splæst bjór á kallinn og ég veit ekki hvað og hvað, ég var bara orðinn góður. Ég fékk Fanný til að keyra bílinn minn heim, þannig að það var enginn leigubílakostnaður þar. Svo ef ég tek þetta saman þá fékk ég út úr laugardeginum frítt fyllerí og frítt far, þannig að ég eyddi ekki krónu sem er ágætis árangur.
Svo var bara unnið í dag og ekkert smá gott veður úti þannig að ég bara fór í sund eftir vinnu og var þar í um 2 tíma, hitti meðal annars
Lindu og eitthvað. Eftir það fór ég svo í eins árs afmæli hjá henni Magneu. Það er svo ljúft að vera búinn í prófum og geta bara gert allt án þess að vera að hugsa um einhvern lærdóm, ég hata að hugsa alltaf um það. Þessi helgi var bara fín próflokahelgi og er ég mjög sáttur með allt núna.
Kveð í bili
Einar
Skrifað klukkan 00:45 |