sunnudagur, apríl 08, 2007
GLEÐILEGA PÁSKA!Jæja þá eru páskarnir komnir og er yfirleitt meira frí um páskana en um jólin, þannig að fólki ætti eiginlega frekar að hlakka til að fara í páskafrí en í jólafrí. En málið er að í svona fríum þá gerir maður eiginlega ekkert annað en að hanga. Hanga og aftur hanga. Hanga í tölvunni, hanga fyrir framan sjónvarpið, og einhvernvegin bíða eftir því að fríið sé búið. Þó svo að ég get ekki sagt að ég hlakki til að byrja að vinna á þriðjudaginn, að þá hlakka ég lúmkst til að allt annað verði bara hversdagslegt í kringum mig.
Ég er búinn að djamma tvisvar í páskafríinu og verður það ekki oftar. Bæði skiptin voru svona la la. Frekar skondin bara.
Það verður gaman þegar búið verður að sópa götur Reykjavíkur. Ég HATA þennan sand út um allt því ef ég myndi taka upp á því að fara á línuskautum í vinnuna að þá er það bara ómögulegt með allan þennan sand. Þessi sandur er alltaf sópaður fáránlega seint og það er alveg löngu komið vor þegar fólk getur loksins farið að vera á göngustígum borgarinnar án sands. Þetta er líka óþolandi fyrir hjólafólk.
Ég ætlaði nefnilega að fara að fjárfesta í bíl, en svo reiknaði ég dæmið til enda og þá hætti ég við aftur. Það er ekki nóg með það að maður sé að borga af bíl, heldur kemur bensín, tryggingar, viðhald, skoðun, bifreiðagjöld og fleira ofan á. Og þá mundi ég loksins afhverju ég seldi minn bíl og ákvað að kaupa mér ekki aftur (eða allavega ekki fyrr en ég er búinn að safna mér fyrir íbúð)
Og þ.a.l. ætla ég að fara að pumpa í dekkin á hjólinu mínu og athuga hvort það sé í lagi með það, eða einfaldlega bara línuskauta í vinnuna, þegar að veður leyfir og þessi sandur er farinn.
Vorin eru svo skemmtilegur tími, veður fer hlýnandi, allt sumarið framundan, einhvernvegin eins og föstudagar. Á föstudögum er öll helgin framundan.
Einar
Skrifað klukkan 14:25 |