canEdit = new Array();


þriðjudagur, mars 13, 2007

Það vantar eitthvað

Ég er í geðveikt bitru skapi. Það er vont veður úti, mér er illt í maganum, vinnudagurinn var hörmung, og nei, ég er ekki að biðja um vorkunn, einfaldlega bara að lýsa því skapi sem ég er í. Mig langar í svo margt sem ég einhvernvegin veit ekki hvað er. Hvað er það? Það er eins og það vanti alltaf eitthvað. Kannski er það bara merki um að maður sé að eldast.

Bókin mín "Lögmálin sjö um velgengni" er biblían mín. Ég hef lesið hana ég veit ekki hvað mörgum sinnum og það er alltaf jafn gott að lesa hana. Mæli hiklaust með þessari bók fyrir alla. En það er þó eitt sem ég er ósammála í þessari bók og það er að maður eigi að njóta hvers einasta augnabliks, því öll augnablik eiga að vera af einhverri ástæðu og þau orsakist af vali og afleiðingu.
Það eru svo mörg augnablik sem maður getur einfaldlega alls ekki notið, og lært af. Ógeðslega leiðinlegir viðskiptavinir fara mest í taugarnar á mér og ég bara hef ekki þolinmæði í ókurteist fólk. Hvernig er hægt að hugsa á þannig tímum bara: Þetta augnablik á að vera, ég ætla sko að njóta þess. Ég eiginlega þoli ekki að vera of mikið innan um fólk. Þó svo að ég geti oft alls ekki verið án fólks (fyndið hvernig þetta er nú allt öfugsnúið). En t.d. þegar ég vakna á morgnanna, að þá langar mig bara alls ekkert að tala við neinn. Ég segi sem minnst áður en ég labba út, og ég vona svo innilega að ég þekki engan í strætó svo ég þurfi ekki að taka tónlistina úr eyrunum til að lenda í svokölluðu "smalltalk" sem ég hata. Oft langar mig reyndar bara alls ekkert að tala við fólk. Ég vildi að ég gæti bara tekið svona daga, okey í dag ætla ég ekki að tala.

Æji ég nenni ekki að rugla í fólki sem les þetta blogg með einhverri svona sálarkreppu og þunglyndi sem ég er í núna, og ætla ég því að ljúka þessu með nokkrum fallegum línum úr bókinni minni góðu:

Þú ert löngun þín.
Hin dýpsta löngun þín er vilji þinn.
Vilji þinn skapar verk þín.
Og verk þín skapa örlög þín.

Brihadaranyaka Upanishad IV. 4.5.
Einar


Skrifað klukkan 21:30 |