canEdit = new Array();


mánudagur, mars 19, 2007

♪ ♪ ♪ ♪ ♪ ♪ ♪ = skilekkineittíneinu

Mig langar að byrja að læra á hljóðfæri. Búinn að langa það í fleiri ár. Það eru tvö hljóðfæri sem koma til greina, annars vegar saxófónn og hins vegar píanó. Ég held að það sé svona skemmtilegra að læra á píanó þar sem að það er mun algengara hljóðfæri og ég átti frekar auðvelt með að pikka upp og spila á píanó þegar ég var lítill. Málið er bara að ég kann ekki að lesa nótur og ef ég sest niður og reyni að skilja þær þá verð ég svo óstjórnlega pirraður að ég verð hættulegur, því ég bókstaflega skil ekki eina nótu og bölva öllu og öllum og verð algjörlega andsnúinn því að vilja læra á hljóðfæri, hugsa bara hvað ég hati hljóðfæri og þá sem kunna að spila á þau. Ákveð að hlusta aldrei aftur á tónlist og svo framveigis. Öfundsýki held ég. Og varir þetta yfirleitt ekki lengi. Því læt ég ógert að snerta þetta yfir höfuð.
Ef einhver sem sagt getur bennt mér á einhvern stað til þess að læra á hljóðfæri og lesa nótur með kennara á kvöldin, þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að láta vita hér fyrir neðan.


Skrifað klukkan 16:33 |