canEdit = new Array();


fimmtudagur, mars 29, 2007

Nú ætla ég að blogga

Ég hef nákvæmlega ekkert að segja en ætla samt sem áður að blogga.
Lífið gengur bara sinn vanagang. Það hefur verið ansi upp og niður upp á síðkastið. Það er víst bara þannig.
Það styttist óðum í að ég fari til Kaupmannahafnar, eða 26. apríl. Ég er búinn að fá miðana heimsenda á Uffie tónleikana sem við erum að fara á á fimmtudeginum, sama dag fékk ég sendar heim DVD myndir sem ég var að panta á netinu og í vikunni á undan fékk ég senda heim geisladiska sem ég hafði einnig pantaði á netinu. Hafa þessar sendingar haft mjög góð áhrif á mig. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég veit um þegar maður pantar eitthvað á netinu og fær það síðan sent heim, þá er eins og maður sé að fá pakka. Hvað þá þrjá pakka á tveim vikum.

Hróarskelda 3. júlí - Line-upið orðið nokkuð gott og er ég þá einna ánægðastur með eitt band sem ég bjóst engan vegin við að myndi koma. Ég er alveg að verða búinn að skipuleggja þetta nokkurnvegin og verð ég úti í eina viku í stað tveggja.

Íbúðarmálin ganga svona la la, vildi að ég gæti safnað hraðar, en þá þyrfti ég einfaldlega bara að fá mér aukavinnu sem er hægara sagt en gert.

Var að kaupa mér miða á Bjarkar tónleikana 9. apríl, upphitunarhljómsveitin ekki af verri endanum.

Jæja þá er þetta blogg búið í bili, þetta var bara fyrir þá sem vildu vita hvað var að frétta og einnig fyrir þá sem finnst gaman að vita hvað aðrir eru að gera, þó svo þeir þekki þá ekki (persónunjósnir)

Einar Guðmundsson


Skrifað klukkan 14:19 |