canEdit = new Array();


föstudagur, mars 02, 2007

Kaupæði

Shit hvað það er erfitt að safna pening. Ég er eins og einhverjir ættu að vita að safna mér upp í íbúð. Það gengur bara svona nokkuð vel og er ég farinn að sjá fyrir um að ég hafi þetta á þessu ári, en á meðan langar mig alveg í ótrúlega marga hluti, eða kannski ekkert svo marga, aðallega bara dýra hluti. Mig langar í nýja tölvu, lágmark 200.000, myndavél, lágmark 80.000... og það er frekar erfitt að geta ekki bara keypt það sem maður vill. Ég er á fullu að reyna að finna mér kvöldvinnu til að geta safnað hraðar svo þetta taki styttri tíma. Þannig að ef eitthver lumar á kvöldvinnu handa mér, þá má sá hinn sami láta mig vita hér í skilaboðadálknum fyrir neðan.

Afmæli hjá Karitas um helgina, spurning um að drekka? ekki drekka?

Ég fer í strætó á næstum hverjum morgni í vinnuna, það er svona frekar dýrt eins og margir eflaust vita, 280 kr farið. Græna kortið kostar meira en 5000 kr og þ.a.l. græði ég lítið á því þar sem ég fer bara eina ferð á dag. Þess vegna styð ég það eindregið að það sé verið að spá í að lækka fargjaldið niður í 100 kr í mars mánuði. Ef stjórnvöld vilja minnka umferð og mengun sem af henni stafar, þá þurfa þau að sjálfsögðu að huga betur að almenningssamgöngum. Það er bara rugl hvað kostar mikið í strætó.
Ég er samt farinn að vita hvar ákveðið fólk kemur inn og hvar það fólk fer út, því það er alltaf sama fólkið í strætó á morgnanna, bara svona frekar kósý stemning. Þegar maður er búinn að venja sig inn á þetta að þá er þetta bara alls ekki slæmur ferðamáti (fyrir utan verðið).

Svo er ég búinn að panta mér flug út á Hróarskeldu í júlí, það verður vonandi góð skemmtun. Fer einnig út til Danmerkur í apríl á árshátíð með vinnunni. Þannig að það má segja að það sé bara nokkuð mikið framundan.

Jæja segjum þetta gott í bili, og ég bið ykkur að fara varlega inn í helgina.

Einar Guðmundsson


Skrifað klukkan 09:42 |