canEdit = new Array();


þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Misheppnaður

Mér tókst hið ómögulega í gær, eða svona næstum því ómögulega. Skellti mér í sund ásamt Örnu, synti þarna hálfan kílómeter svaka duglegur, fer í vaðlaugina, og svo upp úr í nuddpottinn. En nei á miðri leiðinni, rétt fyrir framan nuddpottinn, flýg ég á hausinn. Já ég datt á rassgatið á sundlaugarbakka. Held að þetta sé eitthvað karma þar sem að ég var að segja hvað það væri misheppnað að detta á sundlaugarbakka daginn áður. Fólki var vonandi skemmt, því mér var það einnig.

Einar


Skrifað klukkan 12:17 |