sunnudagur, febrúar 04, 2007
Ég er orðlausÉg fór út í búð áðan því ég var svo þyrstur. Mig langaði í eitthvað svakalega ferskt og gott. Tek bílinn, keyri út í Nóatún og fer inn. Ég fer ekki oft í innkaup og var ég nokkuð svangur og þyrstur þarna inni. Það er eitthvað sem maður á sjaldan að gera; Að fara að versla svangur, því manni langar í allt. Ég labba þarna marga hringi í búðinni með körfu og er svona að hugsa um hvað ég eigi að kaupa. Svo hætti ég nú við að kaupa eitthverja vitleysu og fer beint þar sem ávaxtasafarnir eru geymdir. Lífrænt ræktaður safi hljómaði vel og leit mjög vel út. 600 kr 1 líter, nei veistu ég er að spá í að fá mér bara eitthvern multivitamin blandaðan ávaxtasafa fyrir tæpar 300 krónur. Fæ mér einn svoleiðis, 2. lítra. Kaupi svo meira að drekka, perur, skyr og svona. Svo fattaði ég allt í einu að mig vantaði rakvélablöð og raksápu. Fer þangað, og þeir eiga ekki til svona þriggja blaða rakvélarblöð, heldur bara eitthvað voða "fancy" Gillete Fushion, svaka appelsínugult og já fancy, ég slæ til og kaupi það, stendur ekkert verð og svo fer ég á kassann.
4500 kall í heildina, ég borga og lít á miðann (eins og versti nískupúki, þoli ekki fólk sem lítur á miðann hjá kassanum) og þá kostuðu 4 stk af rakvélablöðum 2000 íslenskar krónur, hvað er að gerast.
Niðurstaða: Einar er þyrstur og fer út í búð til að kaupa sér eitthvað að drekka og eyðir 4500 krónum.
Kem heim, og þessi rakvélablöð passa ekki einu sinni í rakvélina mína þannig að ég þarf að kaupa nýja rakvél á annan 2000 kall.
Sjitturinn, titturinn, mellan og hóran eins og var víst sagt hérna einu sinni
Skrifað klukkan 18:40 |