mánudagur, febrúar 19, 2007
Það er gott að geta keyrt á þrjóskunniJá ég er búinn að eyða óendanlega miklum tíma í þessa blessuðu síðu síðastliðinn sólarhring. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur stofna nýja síðu. Ég googlaði hin ýmsu blogg í þeirri von um að finna eitthvað sem maður getur fiktað í HTML-inu eins og ég vill getað gert. Ég stofnaði blogg á m.a. blogdrive, iblog, today, southside, blog.is og ég man bara ekki meira en það var alveg fullt. Ekki EINN af þessum bloghostum gat haft þann möguleika að breyta og leika sér í template-inu. Og því notaði ég útilokunaraðferðina.
Linda var búin að uppfæra sitt blogg (sem ég btw hef fiktað mjög mikið í í gegnum tíðina) og enginn error kom upp á hennar síðu. Ég skoðaði þar hvað var að og prufaði hennar kommentakerfi á minni síðu og þá virkaði allt fínt. Ég bara skil ekki upp né niður í þessu og hef því ákveðið (án hennar leyfi) að fá að nota það bara líka með henni. Prufaði nefnilega að stofna nýtt og þá kom upp sami error.
Það er aldeilis að maður gerir mikið til að halda í þetta blessaða blogspot, en ég gefst ekki upp. Ég mun vera hérna til minns dauðadags. Blogspot lengi lifi (gamla blogspot allavega)
Jæja, ég efast um að einhver hafi haft gaman af þessum pistli, en ég vildi bara gera fólki grein fyrir þessu hringli hérna upp á síðkastið.
Myndir frá helginni komnar inn
Einsi blogspot kveður
Skrifað klukkan 22:00 |