canEdit = new Array();


sunnudagur, janúar 28, 2007

22. - 24. júní


Þann 22.-24. júní ætla ég að skella mér í útileigu á einum flottasta stað á Íslandi; Seljavöllum. Seljavellir eru í um 2. og hálfs - 3. tíma fjarlægð frá Reykjavík. Áhugasamir láta vita hér í kommentakerfinu fyrir neðan.

Árið er rétt að fara að stað og ég hef góða tilfinningu fyrir því. Skelltum okkur á Þingvelli og Selfoss í gær, tókum smá "sunnudagsrúnt" út á land. Veðrið var nú ekki það besta, en maður getur ekki beðið um allt.

Það var svo ágætt að taka gærkvöldinu rólega, eitt það fyrsta í langan tíma, líður mér samt hálfpartinn eins og ég sé þunnur í dag, enda varla búinn að fara fram úr rúminu, eða bara rétt til þess að éta.

Hef þetta ekki lengra í bili

Einar



Skrifað klukkan 15:35 |