mánudagur, janúar 29, 2007
1:6.000.000.000Afhverju er mitt líf dýrmætara en eitthvað annað. Maður reynir eins og maður getur að koma sér áfram í lífinu í gegnum súrt og sætt. 800.000 manns voru drepnir í Rwanda, 12.000.000 gyðinga voru drepnir af nasistum, og svo að sjálfsögðu öll stríð og styrjaldir sem hafa geisað í gegnum tíðina. Allur sá fjöldi fólks sem hefur verið drepinn. Þetta er allt svo rosalega fjarlægt, maður getur ekki ímyndað sér að neitt þessu líkt geti komið fyrir sig og sitt fólk. Manni finnst einhvernvegin eins og þetta sé bara að gerast á einhverri annarri plánetu. Maður er svo fáránlega lág prósenta af mannkyninu, 1 á móti 6.000.000.000; Skipti ég eitthverju máli?
Hvað fær fólk virkilega til þess að drepa einhvern, svifta einhvern hans eigin lífi sem er honum dýrmætt. Mér finnst þetta svo ómennskt og óskiljanlegt.
Svo fer maður oft að hugsa hvað lífið sé; Þjónar það eitthverjum tilgangi? Til hvers er ég staddur hérna? Ég er allavega klárlega ekki staddur hér á þessari jörð til þess að vinna 9-6 í verslun og fara svo heim eftir vinnu að glápa á sjónvarpið eða sofa. Ef ég mennta mig rosalega mikið, finn mér konu og eignast börn, kaupi mér einbýlishús og jeppa, er ég þá búinn að standa mig vel í lífinu? Eða ef ég eignast engin börn, finn mér aldrei konu og bý úti í sveit aleinn, er ég þá búinn að standa mig eitthvað verr í lífinu en einhver annar? Það er allt eitthvað svo staðlað, allir þurfa að mennta sig; Menntun gefur mér enga hamingju. Allir þurfa að gera svona og allir þurfa að gera hitt. Fólk á bara að gera það sem það vill án alls áreitis og afskiptasemi.
Ég vildi oft að við myndum lifa á tímum sem fólk væri ekki að setja upp grímur í hversdagsleikanum; Vertu sá sem þú ert. Óháð klæðaburði eða þekkingu á hinu og þessu. Hverjum er ekki sama hvað þú ert gáfaður eða veist mikið um tónlist eða tísku. Haltu því bara fyrir sjálfan þig og ekki vera að dæma það hvað hinir eru ömurlegir því þeir hlusta ekki á eins "cool" tónlist og þú gerir.
Ég vildi að við myndum lifa á tímum sem fólk myndi hafa meiri frítíma, minna af interneti, sjónvarpi, öllum þessum dauðu hlutum sem fólk drekkir sér í dögunum saman.
Ekki reyna of mikið, það sést alltaf í gegnum það.
Skrifað klukkan 22:30 |