canEdit = new Array();


þriðjudagur, október 10, 2006

Nýtt útlit, nýtt upphaf

Þá er þögnin tekin við hér í Berlín. Ótrúlegt hvað þögnin getur verið þægileg. Þögn, kertaljós og algjör kyrrð. Annars er þögnin yfirleitt ekki algjör þögn, því ég hlusta oftast á einhverja tónlist þegar ég er einn, en þegar ég tala um kyrrð, þá er það yfirleitt mjög róleg tónlist, algjört eyrnakonfekt. (Annað en núna þegar ég er að skrifa þetta, fáránlegt partý hjá mér)

Fínt að fá smá tíma útaf fyrir sig núna, slaka á í viku og svo verður það geðveikin á Íslandi í viku, svo þögn í Berlín, jafnvel þýskunámskeið. Ég sló til í gær að skella mér "heim" til Danmerkur í nóvember í viku með Ragga, byrjum á helgarferð í Köben og svo skellum við okkur til Århus og verðum þar restina af vikunni. Hljómar vel þar sem að ég hef aldrei komið til Jótlands.

Ég er að spá í að fá mér bara ekkert vinnu, bara lifa lífinu, læra þýsku (kominn tími til, ég byrja þegar ég kem tilbaka frá Íslandi) vonandi kynnist maður einhverju áhugaverðu fólki þar. Svo kem ég heim um jólin og vinn eins og vitleysingur og þá er ég kominn aftur á núll. Einfalt er það já.

Hugsanir á hugsanir ofan

Ænar


Skrifað klukkan 13:15 |