þriðjudagur, október 24, 2006
Þá fer að líða að leikslokumÞá verða kaflaskipti í lífi mínu enn á ný. Ég hef tekið þá ákvörðun, að fara bara að koma mér heim. Þetta er komið gott í bili. Ég ætla að koma heim, vinna eins og brjálæðingur og safna mér smá pening. Hver veit hvenær og hvort ég fari aftur út? Allavega ekki ég, en ég er samt með innbyggða einhverskonar útlandaþrá. Þannig að eftir áramót gæti allt gerst. Ef ég fer eitthvert út aftur, þá verður það enskumælandi land. Búinn að fá leið á einhverjum svona hrognamálum, að dönsku undanskilinni þó. Þýska er bara ekki neitt fyrir mig, þó svo að Berlín sé algjör snilld, þá væri þetta enn betra ef enska væri töluð hér. Ég mæli allavega hiklaust með Berlín, að koma hér sem túristi og í menningar-, tónlistar- og verslunarferðir er klárlega málið.
Síðasta vika var rosaleg. Sú vika fer hátt á lista yfir bestu vikur lífsins. Að fá að kíkja aðeins út á land og fá náttúruna beint í æð, hitta alla þá frábæru vini sem ég á og síðast en ekki síst, besta Airwaves hátíð sem ég hef farið á (eða kannski ætti ég að nota orðið "betri", hitt hljómaði bara miklu dramatískara). Ég vill þakka ykkur öllum sem ég hitti um vikuna og ég get sko fullyrt það að nú hlakka ég til að koma heim. Gæti ekki hugsað mér betri vini (smá væmni). En maður þarf oft smá tíma til að átta sig á vinum sínum og læra að meta það sem maður hefur.
Stundum efast ég um að þetta ár hafi verið gott fyrir mig. En þegar ég hugsa djúpt og hugsa um allar þær upplifanir og minningar sem ég á, bæði frá Danmörku og hér í Berlín, þá held ég að ég eigi ekki að efast neitt. Ég hef lært margt um sjálfan mig og aðra. Hef þroskast mikið og breyst í hugsun. Áttað mig á gildum lífsins og einhvernvegin fetast ég hægt og rólega í átt að því að þekkja sjálfan mig.
Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá Íslandi og síðan ætla ég að njóta þess tíma sem ég á eftir hér. Slappa af, eyða smá pening og kveðja.
Ég kem heim, þegar ég kem heim.
Ykkar Einar
Skrifað klukkan 13:30 |