miðvikudagur, október 04, 2006
Það fer að koma bloggEr búinn að vera
bissí með gesti, og er ekki alveg búinn að klára það... Þannig að það kemur
blogg og myndir inn á næstu dögum, samt jafnvel ekki fyrr en
eftir helgina.
Fékk
ekki vinnuna í
Adidas þannig að ég er jafnvel að spá í að byrja bara að vera með svona skemmtiatriði úti á götu fyrir pening, kannski jafnvel að
syngja í
lestunum eða e-ð... Er að skoða alla möguleika eins og er. Svo gæti ég jafnvel bara gerst jafn djarfur og margir aðrir og bara labbað um bæinn og
spurt fólk um peninga. Það var einmitt einn sem labbaði upp að mér í gær og spurði mig um pening fyrir mat og ég var næstum því búinn að missa mig á hann og öskra á hann að ég ætti heldur engann pening og hvort hann vildi ekki bara gefa mér pening í staðinn, en ég gekk bara í burtu. Kannski var það bara það rétta í stöðunni.
Vikan er búin að vera mjög
góð og gestirnir sömuleiðis... Segi betur frá því seinna...
Bæ
Skrifað klukkan 23:23 |