föstudagur, október 27, 2006
Einveran getur verið jafn góð og hún getur verið slæmFólk er jafn ólíkt og það er margt. Sumir smella saman, aðrir ekki.
Ég er einhvernvegin kominn með leið á því að vera að kynnast endalaust af fólki upp að vissu marki. Maður er endalaust á byrjuninni að hefja samræður við einhvern sem maður þekkir ekki neitt og það er alltaf eins. Ég er til dæmis mjög lélegur í svona svokölluðu "small talk" eða það finnst mér allavega, og þess vegna er ég farinn að forðast það að lenda í þannig aðstæðum ef ég get. Þar af auki virka ég örugglega mjög fýldur einstaklingur, en það verður bara að hafa það. Þá er ég sérstaklega að tala um á erlendu tungumáli, á íslensku verður þetta alltaf öðruvísi.
Núna voru til dæmis að koma gestir hingað á Gryphiuss, þrír strákar frá Danmörku sem verða yfir helgina, og ég nenni bara ekki að tala við þá. Nenni ekki að fara fram og segja hæ ég heiti Einar, ég er frá Íslandi o.s.frvs. Svo voru þeir að fara út á bar og Jeppe spyr hvort ég vilji ekki koma með, en ég afþakkaði pent, sem Jeppe skyldi ekki alveg. Enda er ég aaalveg að vera búinn að fá leið á boheim líferni. Þetta ár er búið að vera frekar skrautlegt, og getur það kannski átt sinn þátt í líðaninni hjá Jónasi.
Svona til að monnta mig aðeins, þá var ég að panta mér flug til New York yfir áramótin, og get ég fullyrt það að ég er mjög spenntur. Það verður örugglega einstök tilfinning að standa á Times Square á miðnætti 31. desember og fanga áramótunum, þó 5 tímum á eftir ykkur, og mun ég bara upplifa þetta einu sinni.
Föstudagskvöld í kvöld og það verður
æðislegt
Skrifað klukkan 14:25 |