canEdit = new Array();


sunnudagur, október 08, 2006

Arna farin og aðeins vika í mig

Alltaf stuð í Berlín get ég sagt ykkur, eins og sést reyndar á þessari frábæru mynd hér að ofan sem var tekin um helgina. Sama hversu ljótt maður dansar, sama hversu asnalegur maður er, maður reynir virkilega að hafa fyrir því að gera sig að fífli stundum, en enginn kippir sér upp við það. Enda er fólkið hérna líka svo fáránlega ljótt að það er kannski bara vant þessu.

Gestagangurinn hefur verið mjög ánægjulegur og algjör vítamínsprauta (og reyndar þarf ég aðeins að þurrka mig eftir þetta, búið að vera frekar blautt tímabil). Á morgun fara síðustu gestirnir og eftir það verður allt þrifið hátt og lágt hér á Gryphiuss.

Fer í matarboð annað kvöld og svo verður maður eitthvað aðeins að dunda sér næstu vikuna, eða alveg þangað til ég kem heim næsta mánudag, úff get ekki beðið eftir að koma heim og hitta þá sem mig langar að hitta.

Er að spá í að flytja til Kaupmannahafnar í mars á næsta ári og finna mér vinnu og læra dönskuna betur, langar að ná henni almennilega, þannig að ef einhver hefur áhuga á að stökkva út í það með mér þá má sá hinn sami hafa samband við mig, er að spá í að vera fram á sumar og svo fara í skóla næsta haust. Það eru svona mín plön sem eru framundan, en svo getur þetta allt saman breyst eins og svo margt.

Hér á Gryphiuss reynum við aðeins að tala dönsku, það eru nýjar reglur svo ég geti lært tungumálið betur. Þýska hvað? Ég nenni ekkert að læra þýsku, of mikið að vera að læra tvö tungumál í einu, þannig að framvegis ef það koma gestir hingað, þá verður það eingöngu danska.

Jæja komið gott í bili, tölvan þarf smá hvíld...

Í vikunni hef ég séð, minningarreit um Gyðinga, Brandenborgarhliðið (næstum því Brandenborg), Múrinn, Austur, Vestur, Ráðhúsið, Ljótt fólk, Og örugglega margt fleira...

Fullt af nýjum myndum.

Bless



Skrifað klukkan 23:04 |