canEdit = new Array();


miðvikudagur, október 11, 2006

Alltaf fæ ég jafn skemmtilegar hugmyndir

Já ég var að hugsa núna frekar mikið hvað mig langar að gera á komandi árum og fékk eina frekar skemmtilega, en samt skrítna hugmynd. Djöfull væri gaman að flytja bara út á land heima og fara í einhvern eigin rekstur tengt ferðamálum. Maður þarf bara að fá einhverja góða hugmynd og framkvæma. Ég held að þetta gæti alveg gengið upp. Spáiði í þeim forréttindum að búa í íslenskri náttúru og fá hana beint í æð. Vera innan um fólk (ef dæmið gengur upp) og vera oft með einhverjar góðar uppákomur. Djöfull væri ég til í þetta. Spurning um að fara á eitthvað viðskiptanámskeið til þess að kunna að reikna dæmið til enda, Anna Rut ég hringi í þig í næstu viku ;)

Allavega sniðugt að vinna úti á landi yfir sumartímann, á einhverju hóteli eða öðru sambærilegu.

Svo langar mig líka reyndar að flytja til enskumælandi lands og læra meiri ensku og gera enskuna mína betri. Þá væri t.d. mjög gaman að vinna á einhverju Hóteli í einhverri paradís. Jafnvel flytja til Hawaii og læra ensku, læra að sörfa og slappa af á Honululu eða í einhverjum litlum bæ hvar sem er í heiminum þar sem töluð er enska.

Það er svo margt sem maður getur gert, afhverju nýtir fólk ekki þessi tækifæri betur? Ég nenni ekki að vera svona menningarlegur lengur og vera svona og svona. Mig langar bara að flytja einhvert út í langtíburtistan og hefja nýtt ævintýri....

Einar í draumalandi


Skrifað klukkan 14:19 |