mánudagur, október 16, 2006
12 tímar í ÍslandÞá er maður búinn að pakka og vaska upp og gera svona það helsta áður en það verður lagt í hann. Á reyndar eftir að fara aðeins út í búð að kaupa smá Vodka og annað ódýrt sem maður getur tekið með sér heim. Svo er það bara sturta, smá afsleppelsi og upp úr 6 förum við að drífa okkur upp á Schönefeld Flughafen og þaðan tökum við flugið til Keflavíkur. Spenna? Já.
Svo á morgun verður ferðinni heitið út á land, nánar tiltekið Gullfoss og Geysir, Þingvellir og jafnvel að maður fari í útreiðatúr.
Ein pæling, maður segir alltaf Gullfoss og Geysir, aldrei Geysir og Gullfoss, afhverju ætli það sé, Geysir kemur á undan Gullfossi þannig að maður ætti eiginlega að segja: Ég er að fara að skoða Geysi og Gullfoss, en það passar bara ekki.
Nóg framundan, nóg af peningum, nóg af gleði og þannig er bara lífið
Einar
Skrifað klukkan 10:35 |