laugardagur, september 23, 2006
Rólegt laugardagskvöldAfhverju eru
skattar og gjöld á
flugi til
Bandaríkjanna 14.000 kall? Það er fáránlega mikið. Ég fann flug á
32.000 til
New York yfir áramótin, en svo hækkar það upp í
46.000 út af einhverjum aukagjöldum,
djöfull.
Annars gleymdi ég að segja frá því í gær að ég sá
Saddam Hussein hér í
Berlín, hann vann á bátnum sem tók okkur í sightseing túrinn, spurning hvort hann sé bara farinn að vinna í svona sjálfboða vinnu og búinn að lofa að verða betri maður? Maður spyr sig...
Þetta sést kannski ekkert svo vel, en ef þetta var ekki hann þá var hann alveg skuggalega líkur honum.
Þessi dagur er búinn að vera einn sá rólegasti síðan ég kom hingað, er gjörsamlega búinn að slappa af í allan dag og segja svona 3. setningar. Það er samt ágætt, maður þarf ekkert að vera að tala endalaust.
Er að downloada Hotel Rwanda, hef ekki séð hana og það verður gaman að horfa á hana annað kvöld. Vildi bara að ég gæti horft á hana núna, en það er víst ekki svo auðvelt.
Hver vill gefa mér pening?
Einar Guðmundsson
Skrifað klukkan 22:20 |