canEdit = new Array();


sunnudagur, september 17, 2006

Myndir myndir

Ég er búinn að skella inn myndum frá Köben síðustu helgi og frá helginni sem er að líða. Internettengingin mín er að gera góða hluti get ég sagt ykkur, það er eins og ég komist í samband við umheiminn núna, þetta er allt annað líf. Einnig mæli ég með að fólk fái sér skype ef það er ekki með það nú þegar og þá get ég spjallað við ykkur, ókeypis.

Þar sem að internetið er komið að þá auðveldar það mér að finna vinnu, þannig að núna eftir helgina fer ég á fullt. Þetta gengur ekki lengur.

Ditte Lund hefur verið hjá okkur um helgina og höfum verið að slæpast; Skoða múrinn, fara á ströndina sem við fundum, og rölta um. Bara við tvö samt þar sem að Jeppinn er eitthvað búinn að vera upptekinn, þannig að ég er alveg að æfa mig í túristapakkanum fyrir næstu gesti... Ég hef eiginlega engan tíma til að vinna þar sem að ég á von á svo mörgum gestum, en Berlín er allavega klassa borg og ég mæli alveg hiklaust með henni.

Þið eruð alls ekki að standa ykkur í kommentunum, ég vill endilega sjá hverjir eru að fylgjast með. Ég er farinn út í sólina.

Einar



Skrifað klukkan 10:21 |