canEdit = new Array();


þriðjudagur, september 19, 2006

Ákvað að skella inn mynd af flottustu skóm í heimi

Jæja þá hef ég loksins tíma til þess að leita mér að vinnu, en þá einhvernvegin finn ég mér allt annað að gera. Þetta er svona eins og þegar maður þarf að læra og fer að taka til og svona, gera allskonar hluti sem maður myndi annars aldrei gera. Núna er ég t.d. búinn að vera á netinu í tvo tíma án þess að leita, samt fór ég á netið til þess að leita, svona er þetta nú bara.

Tókst að eyða smá pening í gær, keypti mér buxur og svona. Er svo að fara á Hot Chip tónleika í kvöld, það verður gaman. Gleymdi svo líka að minnast á það að á föstudaginn síðasta fór ég á Peter Bjorn og John tónleika, en það er einmitt hljómsveitin sem einkenndi Köben helgina fyrir rúmri viku síðan. Ég brosti og skemmti mér konunglega. Á morgun eru svo The Rapture að spila, en ég efast um að ég komist þó svo að mig langi rosalega. Stundum verður maður bara að hafa vini til þess að fara með, ekki nenni ég einn. Svo er líka örugglega orðið uppselt.

Ditte Lund fer á morgun, Christian og Troels koma í kvöld... Langar aðeins að fara að fá smá breik frá þessum heimsóknum, ekki nenni ég að taka alla hérna í túristapakkann. Annars býst ég við að þeir dundi sér nú bara eitthvað tveir saman þar sem að þeir hafa hvorn annan.

Jónas er búinn að vera hundleiðinlegur við mig upp á síðkastið, ég veit ekki hvað ég hef gert honum. Hann er einstakur. Það er eins og honum líði bara best þegar ég er einn, hvað er það?

Er eitthver að senda mér bók?

Ég hélt ég væri að missa vitið í fyrradag, var örugglega orðinn hættulegur sjálfum mér, en allt í góðu núna.

Mannskepnan er furðuverk

Einsi



Skrifað klukkan 11:38 |