miðvikudagur, september 20, 2006
Einsi hér
Ég er að spá í að fara að láta kalla mig Einsa svona til tilbreytingar, ef fólk spyr mig hvað ég heiti þá svara ég Einsi. Einsi, Einsi, Einsi... þá er ég svona með tvö nöfn, stundum Einar og stundum Einsi... Sniðugt.
Í gær fór ég á Hot Chip tónleika og fuckshit hvað var gaman. Ég vissi ekki að það myndi vera upphitunarband, en það var sko ekki af verri endanum - Lo-Fi-Fnk var að hita upp og brosti ég næstum alla tónleikana.
Síðan var farið hingað yfir í Friedrikshain ásamt, Jeppe, Möggu og Roberti, og tekið á móti Christiani og Troels og farið á bar og spilað borðfótbolta og haft gaman.
Afslappandi dagur
Einsi
Skrifað klukkan 17:36 |