canEdit = new Array();


föstudagur, september 22, 2006

Í dag var ég túristi

Í dag fórum ég, Christian og Troels í siglingu á Spree, ánni sem liggur í gegnum Berlín. Þetta var svona eitt það túristalegasta sem ég hef gert hérna og var bara nokkuð gaman af því. Sátum á þessari klukkutíma löngu siglingu og fengum okkur einn Weissbier í sólinni. Einmitt mynd af því hér fyrir ofan.

Guide-inn var frekar fyndinn. Það var þýsk kona og skein hreimurinn hennar alveg fáránlega mikið í gegn, og var oft stutt í hláturinn. Herre we have tis great gggrrestauggrant (ef þið áttið ykkur á því sem ég er að reyna að koma á framfæri).

Eftir siglinguna röltum við aðeins um og settumst á ströndina (eina af mörgum) ég keypti mér að borða og vatn (nauðsynlegt í þessum hita) og svo dottaði ég aðeins í sólbaði á ströndinni.

Núna kem ég heim og hef fengið eitt stykki e-mail. Ég ákvað að segja þetta ekki fyrr en þetta mál væri komið eitthvað aðeins áleiðis, en ég er sem sagt við það að fá vinnu. Í Adidas búðinni hér í Berlín (geri aðrir betur). Reyndar átti ég ekkert rosalega mikinn þátt í þessu þar sem þetta er í gegnum Adidas heima, en það er alltaf jákvætt að fá vinnur, þó svo að það sé í gegnum sambönd og er ég alveg í skýjunum með þetta.

Það var sem sagt verið að boða mig í viðtal og vona ég bara að allt þetta eigi eftir að ganga vel. Hann reyndar skrifar mér alltaf á þýsku (en ég svara á ensku þó) og ég veit ekki hvort hann búist við því að ég kunni eða skilji eitthverja þýsku þar sem að ég kann það ekki (altavista þýðingarvélin hefur verið góð vinur minn upp á síðkastið, og gefur mér alltaf ansi skemmtilegar þýðingar á þýskunni þar sem að svona vélar eru ekkert góðar í að þýða heilu setningarnar, en ég næ samhengi sem er tilgangurinn). Þannig að við sjáum til hvernig þetta allt saman endar.

Föstudagur í dag. Alltaf gaman að því.

Laugardagur á morgun, sunnudagur eftir það, og svo kemur Eva á mánudaginn. Loksins einhver íslendingur í heimsókn. Eva mér finnst kúlusúkk gott og margt fleira :)

Ætla að taka mér ciestu

p.s. ég var að gera nýjungar fyrir þá sem eru latir og nenna ekki að lesa allan pistilinn, þeir geta bara lesið feitletruðu orðin og fengið nokkurskonar samhengi í því hvað er að gerast hjá mér.

Einsi



Skrifað klukkan 15:04 |