canEdit = new Array();


fimmtudagur, september 21, 2006

Í dag var ég menningarlegur

Ég fór á listasafn í dag. Þetta sem er á myndinni hér fyrir ofan eru pillur, þetta var Huge veggur með allskonar pillum, frekar töff. En annars var þessi sýning bara svona frekar boring, og venjuleg. Var að búast við einhverju extreme þar sem að þetta átti að vera eitthvað nýlistasafn. En samt sem áður ágætis afþreying.


Fór ásamt Christian og Troels. Síðan sagði ég bless við þá og tók lestina niður á Alexanderplatz og rölti um í sólinni og 25-30 stiga hitanum með æðislega tónlist í eyrunum, gerist varla mikið betra.


Var að koma heim núna, hennti mér úr öllum fötunum því mér var svo heitt og ákvað að henda hérna inn einum pistli meðan ég hlusta á ESG í botni, shit hvað ég er kominn með mikið æði fyrir þeim. Byrjaði svona aðeins að hlusta á þau í vor, en núna var ég að fá einn geisladisk og þetta á eftir að einkenna næstu daga hjá mér. Er einmitt að downloada næsta.


Það eru einhverjir tónleikar í kvöld, en ég er að spá í að segja pass...
Ohh það er svo heitt og mikið tjill hjá mér...


skemmtið ykkur í kuldanum, leiðindavinnunum ykkar, eða í skólanum að læra, meðan að ég held áfram að slappa af, njóta lífsins, sólarinnar og Berlínar.


Einsi



Skrifað klukkan 15:37 |