föstudagur, ágúst 18, 2006
Nýjar myndir frá VerslunarmannahelginniJæja þá styttist í þetta, aðeins vika, úff maður. Ég fer sem sagt til Danmerkur næskomandi fimmtudag og verð þar yfir helgina fram á mánudag og tek þá rútuna til Berlínar. Við erum komnir með íbúð í Berlín, loksins, þannig núna er loksins að koma heildarmynd á þetta. Eina sem vantar núna er vinna. Það er samt alveg hellingur þar sem að ég get lítið gert án vinnu. En ég hef engar áhyggjur. En ég verð sem sagt með fína 65 fm íbúð þannig að fólki er velkomið að kíkja í heimsókn og eiginlega ætlast ég til þess þar sem að ekki margir komu í heimsókn til mín í Danmörku og varð ég fyrir verulegum vonbrigðum þar.
Nóg búið að gerast hjá mér... og svo 90's partý á 11. á morgun, það er alltaf djamm, einnig afmæli og svo menningarnótt á laug. Helgin pökkuð eins og venjulega og þar sem að ég er að fara út í næstu viku þá vill ég sjá sem flesta í bænum í góðum gír...
Nenni ekki meir, tjekkiði á myndunum...
Einsi
Skrifað klukkan 00:09 |