canEdit = new Array();


fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Jæja jæja jæja

Það er ekki öll vitleysan eins.
Ég fer til Danmerkur í júní með Icelandair. Það er 3. tíma seinkun út, sem eyðileggur fullt af mínum plönum, en ég læt mig hafa það. Á leiðinni heim, er lestinni sem ég er í cancelað og við þurfum að skipta um lest. Lestin er svo troðfull að það var ekki fyndið, og hvað þá í 30 stiga hita eftir 7 daga djamm á Hróarskeldu. Lestin beið og beið og fór ekki af stað, en loksins lagði hún af stað. Ég orðinn frekar seinn í tjekk-innið en þegar upp á Kastrup var komið sé ég að það er 3. tíma seinkun á vélinni heim líka. Á þessum tímapunkti var ég orðinn nokkuð pirraður þar sem að ég átti að mæta í vinnu daginn eftir klukkan 9 og með þessari seinkun væri ég ekki lenntur fyrr en um 3. leytið.

Allt í góðu með það, ég hringi og segi að ég komi í vinnuna á hádegi. Ég lendi í Keflavík um 3. Enginn að sækja mig þar sem að klukkan var svo margt inni í miðri vinnuviku þannig að ég tek rútuna heim. Loksins kominn niður á BSÍ eftir heljarinnar ferðalag en þá eru bara 2 leigubílar fyrir fulla rútu af fólki. Við tekur meiri bið og ég er kominn heim til mín um 4. - hálf fimm.

Svona hljóðaði fyrri parturinn af flugsögu Einars.

Seinni hluti

Ég er að fara að flytja út til Þýskalands. Ég byrja á því að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar með Evu og svo fer hún heim en ég áfram til Berlínar. Eva á vildarpunkta og ákveður að fljúga með Icelandair. Ég vildi ekki fljúga aftur með Icelandair vegna fyrri parts sögunnar, þannig að ég flýg með Icelandexpress.
Það á ekki að skipta máli þar sem að það munar bara 30 mínútur á þessum flugum og ég myndi þá bara bíða eftir Evu á hinum skemmtilega óskemmtilega flugvelli Kastrup.

Ferðin upp á flugvöll byrjar á því að ég gleymi jakkanum mínum. Sem betur fer vorum við ekki komin lengra en upp á Höfða. Þar ætlar Selma að taka bensín en Dælulykillinn virkar ekki. Þannig að við ætlum niður á Olís að taka bensín og ná í jakkann minn í leiðinni. Þegar við komum niður á Olís föttum við að við gleymdum bensínlokinu uppi á Höfða.

Við náum í jakkann og tökum síðan bara bensín uppá Höfða með venjulegu korti...

Loksins upp á flugvöll. ALLT of sein, og þegar við erum loksins komin eru aðeins 30 mínútur í brottför. Ég geng að check-in borðinu hjá Icelandexpress og við taka þessi orð konunnar:

Vissiru af seinkuninni (þetta gerist klukkan 15.00)?

Ég hugsa með mér: Þetta hlýtur að vera eitthvað grín.

Nei nei haldiði ekki að það sé seinkun á vélinni, og engin smá seinkun, hún fer í loftið klukkan 23.30 sem segir mér að ég lendi í Köben klukkan u.þ.b. 5 í nótt.

Það er ekki allt. Eva flýgur á áætlun. Það skilur hana eftir eina í köben í kvöld og án gistingar.

Er þetta bara ég eða er þetta flugóheppni ársins. Mér finnst að ég eigi að fá verðlaun.

Allavega verð ég á landinu þangað til í kvöld og þá vonandi kemst ég út...

Kveðja Einar óheppni


Skrifað klukkan 17:31 |