sunnudagur, ágúst 27, 2006
Jæja þá er fyrsta áfanganum að ljúka í þessu ferðalagi mínu
Það er búið að vera mjög gaman um helgina eins og sjá má á þessari mynd. Þetta var tekið í gær og varð maður að vera eins og innfæddur dani og hjóla smá. Var reyndar ekki í besta ástandinu til þess að hjóla og hvað þá á miðju Strikinu sem maður getur fengið sekt fyrir að hjóla.
Ég endaði uppi á hóteli hjá Evu um klukkan 7 um morguninn daginn eftir að hún kom. Hótelið var fyrir utan Köben og þurfum við að taka lest í hálftíma til að komast þangað. Þetta var bara eina herbergið sem var laust því Köben var fullbókuð eins og hún leggur sig.
Svo er maður bara búinn að vera að rölta um og slappa af. Hitta gamla Krogeruppa og svona. Kíktum í skólann minn í dag og váá hvað það var gaman. Það er ný önn að hefjast í dag og voru allir þarna hálfstressaðir örugglega. Mig langaði alveg að skrá mig bara aftur og fara aðra önn. Alveg 10 íslendingar af 60 nemendum sem er slatti (of mikið finnst mér) og var ekkert smá gaman að heilsa upp á kennarana og rölta um skólann.
Svo er það bara Berlín á morgun og er ég búinn að krossleggja fingurna um að það verði ekki tafir og að allt gangi vel.
Þessi óheppni hélt sko áfram þegar ég kom upp á flugvöll. Það var meiri seiknun því einhver farþegi skilaði sér ekki og þá þurfti að finna farangurinn hans í vélinni og taka hann út. Svo þegar ég var loksins lenntur á Kastrup þá var lestarmiðasalan lokuð (lokuð á nóttunni) og sjálfsalarnir voru bilaðir, tóku ekki kort. Frábært. Þannig að ég fer og finn næsta hraðbanka til þess að geta borgað með pening, en nei, hraðbankarnir eru lokaðir á flugvellinum á nóttunni (HVAÐ ER ÞAÐ?), þeir opna kl 6. Þannig að ég beið í 20 mínútur eftir að hraðbankinn opnaði og tók út pening. En nei, sjálfsalinn tekur bara klink og enginn vill skipta við mig á seðli og klinki þannig að ég þarf að kaupa mér eitthvað til þess að fá skiptimynnt. En það endar með því að ég geti loksins keypt mér miða og hafið ferð mína alla leið til Rungsted kyst sem er langt í burtu frá Köben.
Er að setja inn myndir
Allt er gott sem endar vel
Einar
Skrifað klukkan 21:10 |