canEdit = new Array();


fimmtudagur, maí 04, 2006

SURVIVOR

Við hittumst fyrir utan skólann klukkan 9. Eina sem við vissum var hvað við þyrftum að hafa með. Þegar við hittumst fyrir utan skólann var bíll fullur af fjallahjólum. Váá hvað ég var ánægður þá, ég hefði ekki meikað aðra eins ferð á svona old fashion gíralausu hjóli. En allavega þá var eins og flestir danirnir hefðu aldrei séð fjallahjól með gírum áður því það þurfti að kenna þeim á gírana og svo voru þau einfaldlega að missa sig á þessum hjólum í torfærum og öðru, en það var bara gaman af því.

Jæja við lögðum af stað og hjóluðum að einhverjum skóg. Þar var okkur tilkynnt að við ættum að eyða einum og hálfum klukkutíma í það að hjóla í þessum skógi í torfærum og eftir misgóðum vegum. Við skiptum okkur niður í hópa og var ég, Berglind, Jenni og Svava saman í hóp. JÁ við villtumst að sjálfsögðu enda var þetta ekkert smá stór skógur og enduðum við einhversstaðar inni í einhverjum dimmum skóg sem var ekki einu sinni göngustígur og þurftum við að reiða hjólin í gegn og þegar út var komið að einhverjum göngustíg, vissum við ekkert í hvaða átt við snérum þannig að við giskuðum bara og enduðum á réttum stað sem betur fer.

Þá fór smá tími í það að komast að áfangastaðnum en gekk það bara reyndar eins og í sögu og þegar við komum þangað fengum við okkur gott að borða. Okkur var tilkynnt það að við þyrftum að búa til okkar eigin tjöld. Við fengum smá snæri og einn dúk, annað fengum við ekki og bjuggum ég, Begga, Binni, Jenni og Svava okkur til ágætistjald.

Eftir mat var okkur skipt í lið og fórum við í einhvern crazy leik. Því næst þurfti að finna eldivið fyrir kvöldið og búa til gufubað og ofn fyrir kjötið. Ég og þrír aðrir danir bjuggum til þetta flotta gufubað og svo var bara sett steina í eld þangað til þeir voru rauðglóandi og svo bara skvett vatni á þá; Svona old fashion. Aðrir bjuggu til bál og jarðofn fyrir kalkúninn sem við elduðum.

Eftir þetta var okkur svo skipt í tvennt, meðan að aðrir sáu um matinn fengum við í mínum hóp að róla svona uppi í tré. Þú ert hífður eitthvað X langt upp og svo þarft þú sjálfur að kippa í spottann til að detta niður. Þetta var geðveikt gaman og er hér video af Ditte Sommer gera þetta.



Því næst borðuðum við þennan ágætis mat og töluðum saman yfir eldinum. Um miðnætti þá röltum við með kennurunum okkar án vasaljósa í skóginum og sá maður mjög takmarkað. Þegar við komum á einhvern ákveðinn stað sögðu þeir okkur að í gegnum 200 metra af skóginum (mjög þétt tré og sá maður ekki neitt) lá hvít snúra. Hver og einn þurfti að labba þarna í gegn aleinn bara svona til að finna tilfinninguna fyrir því hvernig er að vera einn í skóginum og hlusta á hljóðið. Þetta var svo sem ágætt fyrir utan það að þú sást ekki þegar greinarnar komu í andlitið á þér.

Þegar tilbaka var komið að eldinum voru allir orðnir frekar þreyttir og lá þá bara leiðin í þetta dýrindis tjald okkar. Maður svaf nú ekkert vel þarna, ískalt og blautt.

Daginn eftir var vaknað klukkan 6 og tekið til og um klukkan 7 þurftum við að hjóla heim um 6 kílómetra. Ég (morgunglaði) var nú ekkert par sáttur með það og blótaði nánast alla leiðina yfir því að þurfa að vakna svona snemma og svo líka að þurfa að fara að hjóla mest allt upp í móti heim. Þannig að þegar heim var komið var borðað, tekin góð sturta á þetta og drepist inni í rúmi til hádegis.

Þetta var svakaleg Survivor ferð þar sem að við gerðum nánast allt sjálf þarna. Í gær (miðvikudag) fórum við svo nokkur úr skólanum okkar í annan skóla hérna klukkutíma frá og spiluðum fótbolta. Við töpuðum 4-1 sem var frekar svekkjandi en kannski hefði ég bara átt að vera með í stað þess að vera áhorfandi ;)

eftir matarboð hjá þeim fór ég ásamt 5 öðrum svo á tónleika í Kristaníu með hljómsveit sem heitir The New Pornographers sem var afar áhugavert að sjá...

Í dag skín sólin og er á milli 15-20°c hiti úti, ég hata það ekki...

myndir einnig komnar inn frá útileigunni

Damn hvað þessi síða er orðin massív með myndum og video-um og læti



Skrifað klukkan 11:05 |