sunnudagur, maí 14, 2006
Lovísa hér, en samt ekki...
Lovísa í öðru veldi
Á fimmtudaginn síðasta fórum við í Tivoli í Köben, loksins. Fallturninn var tekinn á þetta 4. sinnum. Ég elska þennan turn og fæ eitthvað út úr því að vera í honum. Hin tækin voru líka góð og nýji rússíbaninn, en hann var svona frekar stuttur. Á föstudaginn skellti ég mér til Köben með 2. dönum og fórum við á "tónleika" með einu furðulegasta "bandi" sem ég hef séð. Ég hló eiginlega mest allan tímann en þetta var samt sem áður hin besta skemmtun. Hún (var allavega bara ein á sviðinu) kallar sig Räuber Höle... Eftir tónleikana var síðan bara tjillað í Köben hér og þar.
Svo í gær laugardag, var mjög athyglisvert kvöld. Þemað var það að við áttum öll að vera einhverjir aðrir í skólanum. Ég var t.d. Lovísa og klæddi mig í hennar föt, meira að segja nærrurnar hennar haha... Og Lovísa var ég. Jenni var Ditte Sommer, Binni var Ugné, Svava var Binni, Jeppe var líka Lovísa o.s.frvs. Svo var mjög fyndið hvað allir voru að skjóta á hvorn annan, t.d. þeir sem hafa eitthvað verið saman, þá voru aðilarnir sem voru að leika þá að dansa geðveikt fyndið við þann sem var hinn aðilinn sem þau hafa verið með (vá hvað er erfitt að útskýra þetta svona en ég vona að þið skiljið) Og svo voru allir að reyna að dansa og haga sér eins og aðilinn sem þau voru. T.d. tókum ég og Jeppe alveg góðan Ruslönu dans á þetta, hehe, það voru hins vegar mjög góðar undirtektir hjá hinum.
Ég komst ekki inn í LHÍ.... ég er einfaldlega bara of góður fyrir þá. Sem þýðir að ég mun líklegast flýja land í ágúst... Kem heim í sumar að vinna, fer svo aftur út í júní á Hróarskeldu og svo má guð vita hvað ég geri í ágúst, en það verður allavega eitthvað spennandi og án efa skemmtilegt.
Myndir komnar inn frá gærkvöldinu
Einar
Skrifað klukkan 17:24 |