þriðjudagur, maí 09, 2006
FisketurSíðustu dagar hafa sko aldeilis verið sólríkir. Maður er allur að taka lit og kemur maður eflaust smá brúnn heim, sem er bara gott því svo vinnur maður inni í allt sumar.
Síðan síðast er margt búið að gerast. Við erum búin að liggja í leti, liggja í leti og aðeins meira, eða allavega ég. Svo á laugardaginn var skellt sér á DJ Margeir í Köben og var það frekar gaman. Gott að fá svona smá tilbreytingu í þetta djamm hérna. Í gær, mánudag var svo farið að grilla hjá einum af kennaranum okkar og grilluðum við hamborgara. Í dag var farið að veiða úti á sjó á bát og eftir það var legist í sólina hér fyrir utan skólann og svo fórum við nokkur og hoppuðum í sjóinn af einhverri bryggju, það var nú meiri stemningin, en mjög kalt...
jæja þetta var svona flýti færsla
bæ
Skrifað klukkan 18:01 |