canEdit = new Array();


laugardagur, maí 20, 2006

Belle and Sebastian og vonbrigði

Já, ég var búinn að bíða eftir þessum tónleikum í um mánuð og hlakka mikið til. Loksins kom sá dagur að við fórum á tónleikana, það var í gær.

Fyrir c.a. 3. vikum síðan fékk ég eitthvað skrítið í lærið á mér, ég kippti mér ekkert upp við það og klóraði bara eitthvað lítið svart af mér. Þetta var staðsett á innanverðu lærinu mjög ofarlega. Eftir þetta hef ég alltaf meitt mig ef ég hef snert þennan stað. Fyrir nokkrum dögum síðan sagði ég þetta við eina stelpu fyrir tilviljun. Hún fór í málið og fannst frekar skrítið að ég væri orðinn rauður í kringum þetta. Þetta lýsti sér víst eins og bit eftir eina pöddu sem er algeng hérna í Danmörku. Í gær tilkynnti hún mér svo að þetta væri líklegast þetta bit og ég þyrfti að láta kíkja á þetta hið fyrsta þar sem að æðin frá þessu biti var orðin rauð 20 cm. Hún hringdi á læknavakt og þeir sögðu að ég gæti helst ekki beðið því að þetta væri orðið frekar alvarlegt ef að þetta er komið í blóðið. Ef ekki er gert neitt við þessu þá getur fólk lamast eða jafnvel dáið. Einn strákur sem er hérna í skólanum hringdi í pabba sinn sem er læknir og hann sagði að ég gæti ekki beðið til morguns. Allt í einu voru 5 manns eða eitthvað komnir í þetta mál og ég ætlaði bara að fara í lok kvöldsins til læknis þar sem að ég var að fara á þessa tónleika mína.

Við vorum loksins komnir á tónleikana og upphitunarbandið var búið að spila og Belle and Sebastian voru að fara að byrja fljótlega. Ég gat eiginlega ekki hætt að hugsa um þetta bit mitt og allt sem því fylgdi þannig að mér leið ekkert vel. Ég prufaði að snerta æðina og þá var hún byrjuð að vera aum. Ég tilkynnti því þeim sem voru með mér að ég þyrfti að fara til læknis hins snarasta. Ég tók leigubíl til læknis og beið þar í dágóðan tíma, hún kíkti á þetta og gaf mér pensilín sem ég verð á í 10 daga. Ég flýtti mér eins og ég gat og hljóp út um allt, í hraðbanka, í apótek og eina sem ég var að hugsa um allan tímann voru þessir tónleikar sem ég var að missa af.

Góðir vinir skutluðu mér aftur á Vega þar sem tónleikarnir voru og ég náði u.þ.b. 5 lögum af tónleikunum. Þessi lög voru snilld og voru tónleikarnir geðveikir, eða það sem ég náði af þeim.

En það er hins vegar frekar leiðinlegt að enda þessa æðislegu ferð mína á pensilíni og með einhverja semi blóðeitrun í fætinum. En það er víst bara þannig...

Ég er farinn í bili, langaði bara að deila þessu með ykkur og vara ykkur við þessum viðbjóðispöddum sem éta sig inni í mann og sjúga úr manni blóðið og stækka og stækka og það er ekki hægt að taka þær af nema með einhverri tækni sem ég vissi ekki um og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að þetta væri padda. Hvað þá einhver padda sem getur lamað mann eða jafnvel drepið mann... Djöfulsins rugl....

Belle and Sebastian, ég mun sko sjá þau aftur........... og þá heila tónleika

Og já.... 7 dagar


Skrifað klukkan 10:17 |