canEdit = new Array();


sunnudagur, apríl 30, 2006

Við vorum inn '85....



Djöfull var gaman í gær maður. Við skelltum okkur til Köben til að finna ógeðisföt fyrir kvöldið og fann ég þennan fallega bol í H&M. Án efa ljótasti bolur sem ég hef keypt og geng ég einnig aldrei í ermalausum bolum, þannig að þetta var vibbi. Svo var bara skellt á sig eyeliner og nóg af glimmeri og þá var maður tilbúinn í diskógallann. Eins og sést á þessari mynd hér fyrir ofan var þetta rosalegt ball maður.


Jæja það eru komnar myndir inn frá gærkvöldinu hér til hliðar. Svo er fyrsti maí á morgun, tíminn flýgur bara, og ætlum við að skella okkur til Köben snemma og taka þátt í einhverjum hátíðarhöldum...

Bless



Skrifað klukkan 14:59 |