canEdit = new Array();


föstudagur, apríl 07, 2006


Heilaflækjur


Jæja, bloggleysi og annað er búið að stafa vegna ferðar minnar til Búdapest. En svona aðeins til að gleðja ykkur þá er ég á lífi... Ég er frekar farinn að halda að þið séuð ekki á lífi miðað við kommentafjölda hér á síðunni, maður spyr sig bara: Er enginn að lesa þetta?

Annars er ég reyndar alveg sprelllifandi. Ekkert smá gott að vera kominn aftur "heim" til Danmerkur, ég er ekki frá því að ég hafi verið farinn að sakna Humlebæk, nema kannski fyrir utan kuldann. Ég kem með ferðasögu fljótlega en ég var þarna í 10 daga þannig að það er ýmislegt að segja frá.

Margt breytist á stuttum tíma. Maður heldur að maður sé búinn að ákveða allt og plana líf sitt, en svo allt í einu breytist það á augabragði. Ég var búinn að ákveða alveg hvað verður um mig í framtíðinni, en svo hugsar maður (veit ekki hvort það sé gott eða slæmt í miklu magni) og tekur aðrar ákvarðanir. Oft á tíðum eru þetta samt ákvarðanir sem þú tekur vegna utanaðkomandi aðstæðna. Hugs og aftur hugs... ég er búinn að hugsa töluvert síðastliðna tvo-þrjá daga. Ekki aðeins um hvað verður um mig í sumar, næsta haust, næsta ár o.s.frvs, heldur einnig bara hvað ég vill fá út úr lífinu.

Hausinn minn var orðinn svo stútfullur af hugsunum og pælingum sem ég kláraði aldrei þannig að það kom bara alltaf meira og meira af hugsunum inn en ekkert leystist. Ég er búinn að reyna og reyna að klára eitthvað af þeim en það er oft bara svo erfitt. En ég er ekki frá því að mér hafi tekist aðeins að greiða úr flækjunni í dag. Það var reyndar ein manneskja sem kom hluta af þessu af stað hjá mér. Og er það ein önnur flækjan...

Þetta hljómar kannski frekar flókið og ruglingslegt en þannig er ég bara akkúrat núna og ég á eftir að taka aðeins til í hausnum á mér.

Einar gleðifréttir svona í lokin, sem tengjast líka aðeins þessu hér fyrir ofan. Ég var boðaður í viðtal við Listaháskóla Íslands, sem þýðir það að ég sé kominn yfir fyrsta þrepið. Það var mikil gleði þegar ég fékk þessar upplýsingar og verð ég að segja að ég sé nokkuð sáttur með árangur minn. En að sjálfsögðu er ég ekki kominn inn... Viðtalið getur líka verið upp og niður. Ég hætti við skólann hérna úti vegna þess að ég einfaldlega hafði ekki tíma. Ekki rétti tíminn fyrir þann skóla og ég sem var alveg búinn að ákveða að koma í skóla hérna úti næsta haust, en ef ég kemst inn heima þá verð ég sáttur.

Ég kveð í bili og hlakka til að setja inn Búdapestmyndirnar...

Kveðja Einar sem veit ekki neitt, en samt fullt.


Skrifað klukkan 21:32 |