föstudagur, apríl 21, 2006
FriluftslivÉg vaknaði í morgun, ég og Kasper ákváðum að sleppa hreingerningu og sofa "út" eða til 9. En klukkan 9 þegar ég var að fara á fætur í róleigheitum þá er allt í einu búið að hætta við Morgensamling á föstudögum sem var alltaf í hálftíma á undan kennslu og tíminn átti að byrja strax klukkan 9. Lea sem býr handan við ganginn sagði að það væri útihlaup í friluftsliv og að ég ætti að klæða mig þannig. ÚTIHLAUP klukkan 9.... Hvað er það...
En ég að sjálfsögðu lét það ekki á mig fá og skellti mér í hlaupaoutfitið á no time og skokkaði niður á rauðu flísar. Þegar þangað var komið var okkur afhennt kort og við áttum að skipta okkur í 2.-3. manna hópa til að skokka/labba saman. Okkur var kennt á kortin og áttavita og svo var okkur tilkynnt að það væru 14 stöðvar hér og þar í skóginum sem við áttum að finna og svara spurningum og verkefnum. Ég var svo ofurferskur og ætla mér að koma heim í svona ágætisformi að ég ákvað að hlaupa þetta bara og vorum við tveir í mínum "hóp". Brynjar bættist svo við í hópinn því hann fann ekki Jenna og við stungum hann víst óvart af.
Þegar út var komið byrjuðum við að skokka þetta og voru þetta víst einhverjir 6 kílómetrar! Og ég ekki búinn að éta morgunmat því ég vissi ekki að það væri búið að breyta stundatöflunni aðeins og alls ekki af þessu skokki, en ég lét það ekki á mig fá og skokkaði sem aldrei fyrr. Við vorum aðrir í mark en við svöruðum fleiri spurningum réttum þannig að við unnum :)
Svo var bara gúffað í sig hádegismat og aftur út í skóg með kakó og eldivið. Við fórum í svona nokkra misgóða leiki og kveiktum eld og hituðum kakó. Þetta var ekkert smá vel gert hjá okkur, svaka eldur og svona þrífótur yfir honum sem potturinn hékk í. Þetta var ekta. Svo sátum við þar og drukkum kakó og höfðum það næs.
Í kvöld er eitthvað smá skrall síðan
Þetta var fyrsti friluftsliv dagurinn minn, næsti verður klifurdót eitthvað
bæ
Skrifað klukkan 19:01 |