canEdit = new Array();


laugardagur, apríl 29, 2006

17 kílómetrar hjólaðir á gíralausu hjóli með bremsur í petölunum.


Jahá það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá mér. Á fimmtudaginn átti Ugné afmæli, það er stelpan sem er frá Litháen, og plönuðum við íslendingarnir smá surprise afmæli fyrir hana. Við keyptum piparsteikur, sveppasósu, kartöflur, pönnukökur, súkkulaði og ís og átum á okkur gat. Sem sagt grilluðum úti í góða veðrinu og vorum búin að skreyta eina stofu og átum þar. Vá hvað það var gott.



Í gær hins vegar var friluftsliv. Ég fékk lánað, að ég hélt, ágætishjól og var bara nokkuð spenntur fyrir deginum; Adventure race. Við byrjuðum að hjóla frá skólanum klukkan 9 og voru átta kílómetrar til stefnu. Danmörk er flöt, en hjólið sem ég var á var þyngra en vörubíll, engir gírar og það mátti ekki koma smá hæð og þá var ég dauður. Svo ætlaði ég að setja petalana svona afturábak eins og maður getur gert á fjallahjólum, en þá snarhemlaði ég bara og flaug næstum því af hjólinu og þeir sem voru fyrir aftan mig þurftu að bremsa líka, ekkert smá fyndið og aulalegt.

8 kílómetrum síðar vorum við loksins komin á áfangastað, sveitt, glampandi sól og fínt veður. Okkur var skipt niður í lið og útskýrt fyrir okkur að þetta voru 10 verkefni sem við þyrftum að leysa yfir daginn. Við vorum 4. í hóp og byrjuðum við á Kanóum. Við þurftum að róa hálfan kílómeter til að finna einhverja spurningu og svara henni, það var frekar létt. Næst þurftum við að hoppa yfir einhverja línu sem við vorum ekki alveg að ná, en við náðum því eftir, jaah, frekar langan tíma. Svo var komið að því að við þurftum að kveikja eld og láta 1. líter af vatni sjóða. Það tók flest liðin svona 20-30 min. En það tók okkur aðeins 45 mínútur!!! Næst var komið að Ö-löb, sem var án efa það leiðinlegasta þennan daginn, það var ratleikur/skokk í kringum vatnið, aðeins 8 kílómetrar. 5 spurningar á leiðinni sem við þurftum að svara og var gott að vera með símann sinn við hendina og senda Steina sms ef maður var óviss á svörunum (Takk Steini).


einum og hálfum klukkutíma síðar var þetta 8 kílómetra skokk búið og við tók næsta þraut; Bike and Run. Jább við þurftum að hjóla og skokka til skiptis c.a. 1 kílómeter. Svo voru hinar þrautirnar svona frekar einfaldar bara.

En þá var komið að því að þurfa að hjóla heim, klukkan var orðin hálf fjögur og við búin að vera að hamast stanslaust síðan klukkan 9 um morguninn. Ég og Begga (hún var líka á glötuðu hjóli) ákváðum að leggja aðeins fyrr af stað því við vildum ekki vera síðust heim, hinir myndu hvort sem er ná okkur. Við vorum ekkert smá ánægð með að hinir náðu okkur aldrei og skildum við það eingilega ekki miðað við hvað þetta var erfitt fyrir okkur. En svo komumst við að því að við vorum ekki viss hvar við vorum. Aha, við fórum einhverja aðra leið tilbaka. Einum klukkutíma og tíu mínútum síðar og fullt af svita, vorum við loksins komin tilbaka að skólanum og hinir bara búnir að fara í sturtu og læti, þá tóku þeir eitthverja styttri leið sem við vissum ekki um um morguninn, frábært.

En sem sagt þetta var dagurinn í gær, frábært ef þú náðir að lesa þetta. Ef þessi áfangi á ekki eftir að koma manni í form þá veit ég ekki hvað. 80's partý í kvöld eða Röyksopp tónleikar, á ennþá eftir að gera það upp við mig, annars er það bara Köben á eftir líka...



Skrifað klukkan 08:42 |