canEdit = new Array();


miðvikudagur, mars 22, 2006

Muhammed og islam

Þá er maður loksins kominn í smá breik frá þessari stútfullu dagskrá hérna. Í gær gerðum "við" fyrirlestur um ísland á sal fyrir alla og heppnaðist það bara helvíti vel. Svo eftir það og fyrirlestra frá Danmörku og Morrokó var okkur skipt niður í hópa og áttum við að ræða saman hvað væri mikilvægast í okkar daglega lífi, hvaða áhrif það hefur á okkur á hverjum degi og hvar við sjáum okkur eftir 10 ár.

Í hverjum hópi áttu að vera 6 manns og ekki fleiri en 3 danskir/íslenskir... Þannig að maður fékk sjónarmið frá fólkinu frá mið-austurlöndum sem var mjög áhugavert. Við áttum að ræða um mismunin á okkar sjónarmiðum og vorum við satt að segja alls ekkert ólík. Við áttum öll svipaða drauma og það sem skipti okkur máli í lífinu var meira og minna vinir og fjölskyldan.

Ég fann vin minn... Öllum var úthlutað vin fyrsta daginn og týndi ég mínum strax, svo fór ég strax aftur inn í herbergi að vinna að fyrirlestrinum þannig að við fundum ekki hvorn annan. Svo í gær þegar okkur var skipt niður í þessa hópa kemst þetta eitthvað til tals, þ.e. vinirnir og ég segi að ég hafi bara týnt mínum um leið, þá segir strákurinn við hliðina á mér, já minn stakk mig nú bara af. Þá varð ég pínu vandræðalegur og spurði hann hvort hann hafi verið í hvítum bol daginn áður og að sjálfsögðu svaraði hann því játandi. Þannig að ég fann sem sagt vin minn, hann er 24 ára frá Egyptalandi og er alveg rosalega fínn, búinn að ferðast út um allan heim og talar góða ensku.

Svo í dag sáum við fyrirlestra frá Kenya, Sýrlandi og Jórdaníu, mjög áhugavert. Eftir það var okkur skipt aftur niður í hópa og áttum við að ræða frelsi, málfrelsi einstaklingsins og á hvaða stigi það ætti að vera. Einnig áttum við að ræða hvað trúarbrögð myndu þýða mikið fyrir okkur í okkar daglega lífi. Muhammed, og að hvaða leiti hann hafi áhrif á okkur, þjóðfélagið og heiminn.

Mjög áhugavert get ég sagt ykkur og get ég sagt það að eftir þessa viku verð ég mun fróðari um íslam og menningu fólksins í Mið-Austurlöndum...

Jæja ég þurfti að skrifa þessa færslu inn á mettíma þar sem að maturinn er að fara að byrja, það er ekki mikið um pástur núna

Sé ykkur seinna


Skrifað klukkan 11:11 |