sunnudagur, mars 26, 2006
Þá er klukkan 15.00 í stað 14.00Jább, búið að flýta klukkunni um klukkutíma, kominn sumartími, sem þýðir að nú munar tveim tímum á tímanum hér og heima.
Múslimarnir fara í dag, einhverjir eru farnir og sumir eiga eftir að fara, þar á meðal Adham sem er vinur minn. Þessi vika er búinn að vera frábær og hefur maður lært alveg heilmikið. Okkur fannst eiginlega öllum mjög leiðinlegt að þau væru að fara núna þar sem að það tekur alltaf tíma að kynnast fólki og erum við nýbúin að kynnast þeim þegar þau fara. Í morgun þegar einhver af þeim fóru þá fóru þau alveg að gráta og læti, því þessi vika er búin að vera svo góð, og hefði maður óskað sér allavega 3-4 daga í viðbót. Egyptaland, Líbanon, Palestína, Jórdanía, Tyrkland, Morroko, Sýrland, Íran, Kenýa, Pakistan, Litháen, Danmörk og Ísland eru þau þjóðerni sem hafa verið saman hérna undanfarna viku, magnað.
Í fyrradag þá hlustuðum við á fyrirlestra um löndin og þeirra menningu. Við smökkuðum "nammi" og fleira frá löndunum og var það ekkert til að hrópa húrra yfir, en samt fyndið að smakka. Við dönsuðum arabíska dansa og það fyndasta við allt þetta var að meira en helmingurinn af múslimunum má ekki drekka og voru þau samt sem skemmtu sér manna mest. Þetta sýnir bara hvað við erum bæld að vissu leyti.
Í gær var svo farið til Kaupmannahafnar á stað sem við vorum með og voru einhverjir nemendur að sjá um barinn, og dyravörslu og annað. Ég reyndar bauð mig ekki fram í neitt en Lovísa var rekin af barnum sökum ölvunar... Og vorum við þarna saman öll að dansa og hafa gaman. Undir lok kvöldsins sá ég einn besta beatboxara sem ég hef á ævinni séð, hann var svo fáránlega góður að það var ekki fyndið.
Það sem eyðilagði samt endinn á kvöldinu var það að ég gleymdi fallega símanum mínum í lestinni, að sjálfsögðu er leiðinlegt að tapa símanum, en símaskráin, allar myndirnar og annað, það er það sem að er dýrmætast. En það þýðir ekki að æsa sig yfir svona því ekki fæ ég símann til baka yfir æsingi þannig að ég var svona alveg búin að sætta mig við þetta. En rétt áðan kemur Ditte (við hringdum úr hennar síma í minn í gærkvöldi) og segir mér að það hafi maður hringt í hana og tilkynnt henni að hann hafi fundið síma í lestinni. HVERJAR ERU LÍKURNAR? Ég er staddur í Danmörku og hélt að ég myndi aldrei sjá þennan blessaða síma aftur, en það er svo sannarlega til fólk þarna úti sem hugsar eins og ég. Þannig á morgun þarf ég að skella mér til Helsingör og ég ætla að kaupa rauðvín og svona handa manninum...
MYNDIR KOMNAR INN
Jæja yfir og út
Skrifað klukkan 13:02 |