föstudagur, mars 17, 2006
Einn heimaJæja þá er maður með pizzu í ofninum, við erum soldið dugleg við að borða þannig hérna. Ég er að spá í að gera upp síðastliðna viku sem er búin að vera heldur betur troðfull af dagskrá.
Það var náttúrulega þessi vinahelgi síðustu helgi og var heldur betur fjör, svo fór þessi vika í það að klára öll fögin sem við vorum í. Sem þýddi það að við (ég og Jenni og Niels Ole) þurftum að klára hryllingsmyndina okkar i video sem er búið að ganga frekar illa. Einnig þurftum við að skella upp ljósmyndasýningu í ljósmyndahópnum okkar. Þetta tók allt saman sinn tíma og þess á milli þurftum við að skoða sýningar hjá hinum hópunum, svo sem keramikhópnum, myndmenntinni, fatahönnuninni, og mörgu fleiru.
Og þess þess á milli þurfti ég að klára að sækja um skólann hérna úti, ég þurfti að gera það fyrir 15. mars og ég kláraði það 13. sem þýddi það að pósturinn náði ekki að fara með það í tíma þannig að ég skellti mér bara einn til Köben með umsóknina og þegar ég kom í skólann þá spurði konan mig á skrifstofunni hvort ég talaði ekki dönsku þar sem að ég byrjaði á ensku. Til að reyna að heilla hana þá talaði ég dönsku eftir það... sem var svona frekar strembið, en hófst þó og brosti hún allavega blítt til mín þegar ég gekk út.
Svo í gær var ljósmyndasýningin og fleira og um kvöldið var svo leiksýning frá leiklistarhópnum. Leikritið var fínt og vel leikið að mínu mati, en samt skildi maður náttla ekki alveg allt... eftir það kom skólastjórinn upp á svið og tilkynnti okkur að þetta væri síðasta kvöldið sem að við værum allir nemendurnir saman! Þetta líður hraðar en allt... En ástæðan fyrir því að þetta var síðasta kvöldið er að í morgun og á sunnudaginn fara 30 nemendur til Suður-Ameríku í 4 vikur sem er annar kúrs sem var hægt að velja um, og svo förum við til Búdapest og þegar við komum heim þá fara þeir heim sem eru bara í 13 vikur (EINS OG LOVÍSA) og glætan að ég sé tilbúinn að fara heim eftir 2. - 3. vikur...
Svo fékk Lovísa og hinir sem eru í 13 vikur viðurkenningu, Lovísa fékk reyndar tvær þar sem að skólastjórinn kallaði fyrst Louise sem er önnur stelpa hérna og Lovísa fór bara upp á svið og tók við því, svo þegar hún var sest aftur sagði hann: Og svo er það Lovísa... og það sprungu allir úr hlátri... hehe...
Jæja núna erum við þá búin með þessa kúrsa og búin að velja fyrir næstu mánuði, þá valdi ég útivistarkúrs og er farið í hjólatúra, veiðitúra og tjaldútileigur og ég veit ekki hvað og hvað... Og núna um helgina er einnig Hjemrejseweekend þannig að næstum því allir fara heim, það verður gott að nota þessa helgi til þess að slappa af og safna upp töpuðum svefni...!! Og það aleinn í herbergi... Júhúuu....
Bæ
Skrifað klukkan 15:05 |