fimmtudagur, mars 09, 2006
Danmörk - Sviss - New York - London - DanmörkÉg og Lovísa fundum svo rosalega ódýrt flug til New York fyrir viku síðan að við hreinlega gátum ekki sleppt því að fara. Við pöntuðum flugið, hlustuðum á New York, New York með Frank Sinatra og tveim dögum síðar sátum við í flugvél á leiðinni til Sviss og því næst til New York. Þetta var alveg algjört leyndarmál því ekki vildum við að krakkarnir myndu frétta af þessu þar sem að við ætluðum bara að sitja í lobbyinu á hótelinu þeirra þegar þau myndu koma.
16 tímum frá því að við lögðum af stað frá skólanum okkar lenntum við í New York. Frekar langt ferðalag fyrir stutta helgi, en samt algjörlega þess virði. Í flugvélinni frá Sviss til New York var einhver rabbína samkoma eða eitthvað, það voru svona 5-8 rabbínar með skegg og pípuhatta og krullaða barta að biðja allan tímann, sem var án gríns frekar róandi.
Við tókum leigubíl á hótelið þeirra þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og vonuðum bara að við myndum komast þangað á undan þeim. Á þessum tíma vorum við orðin frekar spennt og titraði maður hálfpartinn af spennu, enda ekki búinn að hitta vini sína í rúma tvo mánuði. Loksins eftir langa bið komu krakkarnir inn á hótelið, fyrst kom Steinþór sem fraus bara, svo Erna og Valli (Valli var eini sem vissi af þessu) og svo Haffi og Karitas... Það var mikið faðmast og gaman að hitta alla aftur. Þegar við vorum búin að hitta þau þá kom Helena ein og því næst Raggi og Ragna sem voru alveg orðlaus... Þetta var ekkert smá gaman.
Á laugardeginum var komið að surprise-i númer 2. Þá var planið að koma Jónu Guðnýju á óvart. Hún hélt að hún væri bara að fara að hitta krakkana, ekki að það sé eitthvað ómerkilegt, en svo þegar hún sá mig þá varð hún ekkert smá hissa, en svo þegar hún sá Lovísu þá fraus hún og þær föðmuðust og fóru að gráta inni í miðju HM, það var ekkert smá fyndið...
Eftir helgina þá var komið að því að halda tilbaka til Danmerkur, ég var svona smá feginn að fara hingað í stað þess að fara heim til Íslands aftur. Núna er ég búinn að hitta bróðir minn, mömmu og pabba, flesta vini mína þannig að maður getur bara haldið áfram lífinu hérna í Krogerup.
Við flugum til London, biðum þar í 6 klukkutíma og svo flugum við til Danmerkur aftur. 16 tíma ferðalag, og svo var bara komið beint og eldað mat heima hjá Rikke dönsku kennaranum okkar, við elduðum pítur og ég átti tvær flöskur af pítusósu frá Íslandi og þær kláruðust alveg þetta var svo gott...
Í gær kom annar skóli í heimsókn til okkar og það var hljómsveit að spila og rosa gaman. Voru eitthvað um 180 manns hérna, svo héldum við að sjálfsögðu partýinu gangandi eftir að þau fóru.
Áðan var svo svona uppboð inni í Lille sal, fólk var að bjóða eitthvað t.d. nudd í hálftíma frá þessum og svo átti fólk að bjóða í það og allur peningurinn rennur til góðra málefna, ég keypti rengöring frá einni stelpu hér í skólanum fyrir 500 kall, þannig að hún mun þrífa herbergið mitt, ekki er ég allavega að nenna því, og er ég bara nokkuð sáttur með það.
næstu helgi verður svo venneweekend sem þýðir að allir fá allt að fimm vini í heimsókn. Það verða eitthvað um 300 manns í skólanum, sem ég er ekki alveg að sjá fyrir mér... Það verður eitthvað skrautlegt, sofið útum allt bara.
Bíllinn minn er seldur, en ég get nú ennþá séð hann og fengið fréttir af honum því að frænka mín hún Helga Hrönn splæsti sér bara á hann... :)
Ég hef þetta ekki lengra í bili, það er svo mikið að gera og ég er að reyna að henda inn myndum frá New York og síðustu vikum hérna...
Þangað til næst
Einar
Skrifað klukkan 14:33 |