laugardagur, janúar 07, 2006
Ég er ÞUNNUR...Þetta er síðasta bloggið mitt á Íslandi í einhvern tíma. Tölvan mín er ónýt þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður úti.
Ég er svo hellaður í dag að það er eins og það hafi verið keyrt yfir mig á gröfu og svo kveikt í mér. Það var gaman í gær, eða það fannst mér allavega, samt voru nokkrir edrú og þurfti ég því að drekka fyrir þá líka. Ég man ekki eftir öllu, ekki næstum því öllu og lýsir það ástandinu á mér. Ég týndi myndavélinni minni, en samt ekki, hún var bara í vasanum??? Steik... Tók einn leigubíl og leigubílstjórinn var svo hress að spjalla og ég var ekki í stuði fyrir spjall, ég gat varla talað og langaði helst bara að segja honum að þegja... Ég kom heim og hennti öllu dótinu mínu útum allt. Og er að reyna að koma einhverju ofan í mig núna.
Jæja ég er farinn að leggja lokahöndina á undirbúninginn...
Einar danski
Skrifað klukkan 15:02 |